Umhverfis- og mannvirkjaráð

7. fundur 31. mars 2017 kl. 08:15 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Rangárvallarstígur - framkvæmd

Málsnúmer 2017030078Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 29. mars 2017 ásamt tilboðum sem bárust í framkvæmd við stíginn og eftirlit framkvæmdanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur, Nesbræður ehf um verklega framkvæmd og Mannvit ehf um eftirlit með framkvæmdinni.

2.Reiðleiðir í landi Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020055Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 dagsett 28. mars 2017 vegna framkvæmdanna.

3.Umhverfis- og mannvirkjasvið - fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 2017030590Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárfestingaráætlun fyrir árið 2017 og stöðu verkefna.

4.Stígur meðfram Drottningarbraut

Málsnúmer 2011100134Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 30. mars 2017 vegna forgangsröðunar verka við stíginn.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða forgangsröðun framkvæmda við stíginn.

5.Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar reglur um gerð viðauka við fjárhagsáætlun hjá Akureyrarbæ dagsettar 16. mars 2017.

6.Skógræktarfélag Eyfirðinga - ósk um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits í Kjarnaskógi

Málsnúmer 2017030188Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. mars 2017 frá ræktunarafmælisnefnd Skógræktarfélags Eyfirðinga um aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri sýningarreits fyrir tré og runna í Kjarnaskógi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fagnar framtakinu og vísar styrkumsókninni til bæjarráðs.

7.Hrísey - fegrunarátak

Málsnúmer 2017030589Vakta málsnúmer

Rætt um fegrunarátakið í Hrísey.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og boða til íbúafundar í Hrísey í samráði við hverfisnefndina þar til að kynna verkefnið.

8.Stöðuskýrslur rekstrar 2017

Málsnúmer 2017020164Vakta málsnúmer

Lögð fram stöðuskýrsla 1 fyrir rekstur umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Fundi slitið - kl. 10:40.