Umhverfis- og mannvirkjaráð

5. fundur 03. mars 2017 kl. 08:15 - 10:27 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Eiríkur Jónsson
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Guðný Skúladóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dóra Sif Sigtryggsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Gunnar Gíslason D-lista og varamaður hans boðuðu forföll.

1.Reiðleiðir í landi Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017020055Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju tillaga um nýja reiðleið sem samþykkt var á 4. fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs. Samþykkt var reiðleið B samkvæmt framlögðum teikningum en lagt er til að leið A verði samþykkt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir leið JVi rauðu leiðina samkvæmt fyrirliggjandi teikningum.

2.Yfirborðsmerking gatna 2016-2017

Málsnúmer 2016010146Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. febrúar 2017 þar sem lagt er til að nýtt verði framlengingarákvæði samnings við Vegmálun ehf til eins árs.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir tillögu um framlengingu á samningi við Vegmálun ehf til eins árs.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu.

3.Gatnasópun - samningur við Hreinsitækni ehf

Málsnúmer 2017020165Vakta málsnúmer

Lagt er til að samningur við Hreinsitækni ehf vegna gatnasópunar dagsettur 12. apríl 2016 verði framlengdur um eitt ár.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tillögu um framlengingu á samningi Hreinsitækni ehf til eins árs.

4.Göngugata - lokun með rafmagnspolla

Málsnúmer 2017020166Vakta málsnúmer

Lagt fyrir minnisblað dagsett 28. febrúar 2017 ásamt kostnaðaráætlun vegna rafmagnspolla til lokunar göngugötu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir upplýsingum um tæknilegar útfærslur og verklagsreglur um aðgengi og opnun göngugötunnar.

5.Stöðuskýrslur rekstrar 2017

Málsnúmer 2017020164Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður rekstrar í lok árs 2016.

Aðalheiður Magnúsdóttir skrifstofustjóri rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð fór yfir niðurstöðu rekstrar 2016.

6.LED götulýsingalampar - útboð

Málsnúmer 2016120069Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 28. febrúar 2017 vegna útboðs á Led götulýsingu.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Vizulo.

7.Hrísey - deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2017020167Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar nýtt deiliskipulag fyrir hafnarsvæðið í Hrísey ásamt kostnaðarmati vegna breytinganna dagsett 24. janúar 2017.
Frestað.

8.Verkfundargerðir 2017

Málsnúmer 2017010343Vakta málsnúmer

Eftirfarandi verkfundargerðir lagðar fram á fundinum:

Nökkvi: 12. fundur verkefnisliðs dagsettur 16. febrúar 2017.

Sundlaug Akureyrar: 7. verkfundur dagsettur 15. febrúar 2017.

Snjómokstur og hálkuvarnir: 4. fundur aðgerðarhóps dagsettur 13. febrúar 2017.

Fundi slitið - kl. 10:27.