Stjórnsýslunefnd

3. fundur 14. apríl 2010
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
3. fundur 2010
14. apríl 2010   kl. 08:10 - 09:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
2009090017
Stjórnsýslunefnd óskaði á fundi sínum 27. janúar sl. eftir að fastanefndir tækju fyrirliggjandi drög að siðareglum til umræðu. Athugasemdir við drögin hafa borist frá skipulagsnefnd og samfélags- og mannréttindaráði.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


2.          Hverfisráð Hríseyjar og Grímseyjar - endurskoðun samþykktar
2009100097
Teknar voru fyrir að nýju tillögur um breytingar á samþykkt um hverfisráð en afgreiðslu þeirra var frestað 27. janúar sl. Tillögurnar hafa verið kynntar fyrir hverfisráðinu í Hrísey og samstarfsnefndinni í Grímsey. Megin breytingin á reglunum felst í því að gert er ráð fyrir hverfisráðum bæði í Hrísey og Grímsey, fulltrúum í hverfisráðum verður fækkað úr 5 í 3 jafnframt því sem ráðunum verður skylt að funda 6 sinnum á ári í stað 12 sinnum áður.
Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


3.          Íbúalýðræði
2005060044
Lögð voru fram að nýju drög að reglum um kosningar um afmörkuð mál, en síðast var fjallað um drögin í nefndinni 27. janúar sl.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.


4.          Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2007-2010
2006100025
Fjallað verður um starfsáætlun stjórnsýslunefndar fyrir árið 2010 í bæjarstjórn 27. apríl nk. Formaður kynnti greinargerð um verkefni nefndarinnar á kjörtímabilinu sem er að ljúka og um helstu verkefni í stjórnsýslu sveitarfélagsins á árinu 2010.

5.          Kynjahlutfall í ráðum og nefndum kjörtímabilið 2010-2014
2010030171
Vegna komandi bæjarstjórnarkosninga fjallaði stjórnsýslunefnd um ákvæði í Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar 2008-2011 þar sem segir: ?Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir á vegum bæjarins skal í samræmi við jafnréttislög gæta þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki undir 40% þegar um fleiri en 3 fulltrúa er að ræða?.
Stjórnsýslunefnd hvetur til þess að framboðin hafi þetta ákvæði í huga við skipan í nefndir og ráð á nýju kjörtímabili.


6.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar dags. 23. og 26. febrúar og 9. mars 2010.
Fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 17. mars 2010.


Fundi slitið.