Stjórnsýslunefnd

2. fundur 03. mars 2010
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
2. fundur 2010
3. mars 2010   kl. 08:10 - 09:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Dagný Harðardóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Íbúalýðræði
2005060044
Á síðasta fundi fól stjórnsýslunefnd formanni að semja drög að reglum um kosningar um afmörkuð mál. Drögin voru lögð fram til umræðu ásamt minnisblaði dags. 19. febrúar 2010 um samráð og kosningar.
Afgreiðslu frestað.


2.          Notendaráð
2007020106
Stjórnsýslunefnd fjallaði um reynslu af notendaráðum sem stofnuð hafa verið við Amtsbókasafnið, Sundlaug Akureyrar og Tónlistarskólann á Akureyri. Auk þess hafa verið stofnuð skólaráð við grunnskóla og foreldraráð við leikskóla sveitarfélagsins.
Stjórnsýslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með góða reynslu af notendaráðum. Nefndin hvetur til þess að áfram verði haldið á sömu braut og næst verði stofnuð notendaráð við Plastiðjuna Bjarg/Iðjulund og Strætisvagna Akureyrar.


3.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 19. janúar 2010.
Fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 20. janúar 2010.
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 9. febrúar 2010.
Fundargerð samráðsnefndar Grímseyjar dags. 26. janúar 2010.


Fundi slitið.