Stjórnsýslunefnd

1. fundur 27. janúar 2010
Akureyrarbær


Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
1. fundur 2010
27. janúar 2010   kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Stjórnsýslunefnd - fundaáætlun
2010010009

Lögð fram áætlun um fundi stjórnsýslunefndar á fyrri hluta árs 2010. Gert er ráð fyrir að halda 3 fundi.


2.          Þjónustustefna Akureyrarbæjar
2009050146
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Ingunn H. Bjarnadóttir formaður vinnuhóps um þjónustustefnu Akureyrarbæjar komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögum vinnuhópsins. Leitað hefur verið eftir sjónarmiðum íbúa, starfsmanna og stjórnenda Akureyrarbæjar auk þess sem vinnuhópurinn hefur haft hliðsjón af þjónustustefnum annarra sveitarfélaga og fyrirtækja. Hópurinn gerir tillögu um þjónustustefnu sem byggir á gildunum fagmennsku, lipurð og trausti og um aðgerðir til að ná markmiðum stefnunnar. Hópurinn gerir einnig tillögu um leiðbeiningar til starfsmanna um hvernig þeir geti náð markmiðum stefnunnar.
Stjórnsýslunefnd þakkar vinnuhópnum störf hans og Ingunni H. Bjarnadóttur fyrir góða kynningu.
Stjórnsýslunefnd vísar stefnunni til bæjarstjórnar.


3.          Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ
2009090017
Lögð var fram tillaga starfshóps um siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Akureyrarbæ.  
Stjórnsýslunefnd óskar eftir að fastanefndir taki drögin til umræðu og skili athugasemdum til nefndarinnar fyrir 1. mars nk.


4.          Skipan í undirkjörstjórnir
2010010103
Á fundi 21. janúar sl. fól bæjarráð stjórnsýslunefnd að gera tillögur um verklag við skipan undirkjörstjórna fyrir komandi kosningar.
Stjórnsýslunefnd leggur til að sami háttur verði hafður á vali í undirkjörstjórnir og verið hefur.


Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu 4. liðar.


5.          Hverfisráð Hríseyjar - endurskoðun samþykktar
2009100097
Í samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. nóvember 2006 segir í 1. gr.:   ?Hverfisráð Hríseyjar með því fyrirkomulagi, sem lýst er í samþykkt þessari, er tilraunaverkefni til þriggja ára. Stjórnsýslunefnd metur árlega reynsluna af starfi hverfisráðsins og gerir tillögur til bæjarstjórnar um breytt fyrirkomulag ef þurfa þykir".
Stjórnsýslunefnd frestaði afgreiðslu þess máls 11. nóvember 2009.
Afgreiðslu frestað.


6.          Íbúalýðræði
2005060044
Þann 5. júní 2007 samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu stjórnsýslunefndar um aðgerðir til að efla íbúalýðræði í sveitarfélaginu. Um leið lýsti bæjarstjórn vilja sínum til að verða við óskum um samráð komi fram óskir a.m.k. 500 íbúa um það. Unnið hefur verið að því að þróa rafræna samráðsleið með því að taka ákvörðun um innleiðingu nýs skjalakerfis og skipa starfshóp til að gera tillögur um rafræna stjórnsýslu. Hópurinn hefur lagt tillögur sínar fyrir stjórnsýslunefnd en nú er beðið eftir að innleiðingu nýja skjalakerfisins ljúki áður en næstu skref verða stigin í þá átt að nota íbúagátt á netinu til að efla áhrif íbúanna á ákvarðanir bæjaryfirvalda. Á árunum 2008 til 2009 var stjórnsýslunefnd m.a. ætlað að meta reynslu af íbúalýðræði á kjörtímabilinu og gera tillögur um reglur fyrir ráðgefandi og bindandi atkvæðagreiðslur íbúa sem taka gildi á næsta kjörtímabili.
Formanni stjórnsýslunefndar er falið að leggja tillögur fyrir næsta fund nefndarinnar.


Kristín Sigfúsdóttir vék af fundi eftir afgreiðslu 6. liðar.


7.          Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2007-2010
2006100025
Lagt var fram yfirlit um verkefni á verksviði stjórnsýslunefndar í samstarfssamningi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem áformuð voru á kjörtímabilinu sem er að ljúka.  

8.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 1. desember 2009 og 12. janúar 2010.
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 23. nóvember og 8. desember 2009 og fundargerð íbúafundar dags. 26. nóvember 2009.
Fundargerð samráðsnefndar með íbúum Grímseyjar dags. 19. desember 2009.


Fundi slitið.