Stjórnsýslunefnd

6. fundur 18. nóvember 2009
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
6. fundur 2009
18. nóvember 2009   kl. 08:10 - 09:46
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Dan Jens Brynjarsson
Halla M. Tryggvadóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Fjárhagsáætlanir stoðþjónustudeilda fyrir árið 2010
2009090066
Framkvæmdastjórar fjármálaþjónustu, starfsmannaþjónustu og skrifstofu Ráðhúss komu á fundinn og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlunum fyrir málaflokkinn árið 2010. Heildaráætlun fyrir málaflokkinn er 474 milljónir króna og hefur lækkað um 4,2% frá endurskoðaðri áætlun ársins 2009.
Stjórnsýslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.


Oddur Helgi Halldórsson vék af fundi kl. 08:50.


2.          Fjárhags- og starfsáætlanir stoðþjónustudeilda 2009
2008090121
Framkvæmdastjórar fjármálaþjónustu, starfsmannaþjónustu og skrifstofu Ráðhúss gerðu grein fyrir stöðu starfs- og fjárhagsáætlana.
Stjórnsýslunefnd þakkar fyrir yfirferðina og felur framkvæmdastjórum að vinna að starfsáætlun fyrir árið 2010.


3.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Ein fundargerð var lögð fram til kynningar:
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 10. nóvember 2009.


Fundi slitið.