Stjórnsýslunefnd

5. fundur 11. nóvember 2009
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
5. fundur 2009
11. nóvember 2009   kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Baldvin Halldór Sigurðsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar
2009090017

Í framhaldi af umræðum á síðasta fundi voru lagðar fram til kynningar siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og drög að siðareglum fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins.
Stjórnsýslunefnd skipar Hermann Jón Tómasson, Kristínu Sigfúsdóttur og Sigrúnu Björk Jakobsdóttur í vinnuhóp til að semja drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Akureyrarbæ.


2.          Móttaka nýrra íbúa á Akureyri
2009110044
Sigríður Stefánsdóttir verkefnisstjóri kom á fundinn og vakti máls á því hvort ástæða væri til að sinna nýjum íbúum á Akureyri meira en gert hefur verið, t.d. með því að miðla skipulega til þeirra upplýsingum um sveitarfélagið og auðvelda þeim aðlögun á nýjum stað.
Stjórnsýslunefnd felur Sigríði að vinna áfram að þeim hugmyndum sem settar voru fram á fundinum.

Baldvin H. Sigurðsson kom á fundinn kl. 08:45.


3.          Hverfisráð Hríseyjar - samþykkt - endurskoðun
2009100097
Í samþykkt fyrir hverfisráð Hríseyjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 7. nóvember 2006 segir í 1. gr.:  „Hverfisráð Hríseyjar með því fyrirkomulagi, sem lýst er í samþykkt þessari, er tilraunaverkefni til þriggja ára. Stjórnsýslunefnd metur árlega reynsluna af starfi hverfisráðsins og gerir tillögur til bæjarstjórnar um breytt fyrirkomulag ef þurfa þykir.“  
Afgreiðslu frestað.


4.          Hlutverk stjórnenda - endurskoðun viðmiða
2009110045
Embættismenn hafa gert tillögur um breytingar á skilgreiningu á hlutverki stjórnenda hjá Akureyrarbæ sem stjórnsýslunefnd samþykkti 24. janúar 2007.
Stjórnsýslunefnd samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum.
5.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 16. september og fundargerð aðalfundar dags. 30. september 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 22. september, 6. október og 3. nóvember 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Oddeyrar dags. 18. apríl og 10. september 2009.
Fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar dags. 24. september, 14. og 21. október 2009.


Fundi slitið.