Stjórnsýslunefnd

4. fundur 23. september 2009
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
4. fundur 2009
23. september 2009   kl. 08:10 - 09:47
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Hermann Jón Tómasson formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari1.          Rafræn stjórnsýsla - greinargerð starfshóps
2008100011
Lögð var fram greinargerð um rafræna stjórnsýslu frá starfshópi sem bæjarstjóri skipaði 14. október 2008.
Stjórnsýslunefnd þakkar starfshópnum fyrir greinargerðina. Afgreiðslu frestað.


2.          Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og ráðna stjórnendur Akureyrarbæjar
2009090017
Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga, m.a. á landsþingi sambandsins 13. mars sl., hefur verið rætt um þörf fyrir að íslensk sveitarfélög setji sér siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og ráðna stjórnendur. Stjórnsýslunefnd voru kynntar siðareglur Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins fyrir kjörna fulltrúa á héraðsstjórnar- og sveitarstjórnarstigi.
Málinu frestað.


3.          Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál
2009080009
Fyrir fundinn var lögð til kynningar umsögn stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar. Frumvarpið felur í sér þá breytingu frá gildandi fyrirkomulagi við kosningar til sveitarstjórna að tekið verði upp persónukjör.  
Bæjarráð ályktaði um málið 18. ágúst sl. og samþykkti umsögn um frumvarpið sem send var til nefndasviðs Alþingis.

Helena Þ. Karlsdóttir vék af fundi kl. 9.30.

4.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Fundargerðir hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dags. 6. apríl, 5. maí og 2. júní 2009.
Fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar dags. 2. og 24. júní og 14. júlí 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 2. júní, 18. ágúst og 3. september 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Naustahverfis dags. 13. maí og 2. september 2009.
Í fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis og á sameiginlegum fundi hverfisnefnda með stjórnsýslunefnd kom fram fyrirspurn um hvort málefni Nesjahverfis falli undir hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis. Stjórnsýslunefnd telur eðlilegt að svo sé.  

Fundi slitið.