Stjórnsýslunefnd

3. fundur 27. maí 2009
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
3. fundur 2009
27. maí 2009   kl. 16:30 - 17:30
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Hverfisnefndir
2005060044

Stjórnsýslunefnd fundaði með fulltrúum frá hverfisnefndum.
Til fundarins komu Anna Kristveig Arnardóttir frá hverfisnefnd Brekku og Innbæjar, Auður Jónasdóttir frá hverfisnefnd Oddeyrar, Bjarni Sigurðsson og Hrafnhildur E. Karlsdóttir frá hverfisnefnd Naustahverfis og Brynja Sigurðardóttir og Ingvar Þóroddsson frá hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis.
Fulltrúar nefndanna gerðu grein fyrir starfinu í hverfunum og komu ýmsum sjónarmiðum á framfæri, einkum um umhverfis- og skipulagsmál.  

2.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 10. mars, 21. og 28. apríl 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 10. febrúar, 10. mars, 21. apríl,  5. maí og fundargerð aðalfundar dags. 18. mars 2009.
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 3. mars, 7. apríl og 7. maí 2009.
Fundargerð frá sameiginlegu hverfakaffi dags. 5. mars 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Naustahverfis dags. 23. mars og 15. apríl 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dags. 13. janúar og 10. febrúar 2009.


Fundi slitið.