Stjórnsýslunefnd

2. fundur 04. mars 2009
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
2. fundur 2009
4. mars 2009   kl. 08:10 - 09:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir
Ingunn Helga Bjarnadóttir
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Þórgnýr Dýrfjörð
Gunnar Frímannsson fundarritari
Oddur Helgi Halldórsson kom á fundinn kl. 08.30.

1.          Mannauðsstefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2009
2008030109
Eftir umræðu á fundi stjórnsýslunefndar 28. janúar sl. var drögum að mannauðsstefnu Akureyrarbæjar vísað til umsagnar embættismannafundar. Þar voru drögin rædd 9. febrúar sl. og þess óskað að stjórnendur tækju þau til umræðu með starfsmönnum sínum. Drögin hafa ennfremur verið kynnt í starfsmannahandbókinni á vef Akureyrarbæjar þar sem óskað var eftir athugasemdum. Loks hefur vinnuhópurinn sem samdi drögin komið saman, fjallað um athugasemdir sem borist hafa og gert smávægilegar breytingar á textanum sem nú er lagður fyrir stjórnsýslunefnd á ný.
Stjórnsýslunefnd þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf. Nefndin samþykkir drögin og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.


2.          Styrkveitingar á vegum Akureyrarkaupstaðar
2008030111
Stjórnsýslunefnd fól vinnuhópi á fundi sínum 26. nóvember sl. að móta samræmdar reglur um styrkveitingar á vegum Akureyrarbæjar til aðila utan bæjarkerfisins. Vinnuhópurinn hefur skilað tillögum sínum sem eru til umræðu á fundinum.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.


3.          Íbúalýðræði
2005060044
Á fundi sínum 5. júní 2007 samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögur um framgang íbúalýðræðis á næstu árum. Meðal annars samþykkti bæjarstjórn að á árunum 2008-2009 skuli stjórnsýslunefnd gera tillögur að áætlun um eflingu íbúalýðræðis á næsta kjörtímabili hjá Akureyrarbæ. Samþykkt bæjarstjórnar kvað á um að stjórnsýslunefnd skuli:
a.  meta þá reynslu af íbúalýðræði sem fæst á kjörtímabilinu
b.  semja tillögu um reglur fyrir ráðgefandi og bindandi atkvæðagreiðslur íbúanna
c.  skoða frekari notkun netsins til að efla áhrif íbúanna á ákvarðanir bæjaryfirvalda
d.  skoða reynslu annarra sveitarfélaga af íbúalýðræði.
Málið rætt.  


4.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar dags. 20. janúar og 3. febrúar 2009.
Fundargerð hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dags. 3. desember 2008.
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 20. janúar 2009.
Fundargerðir hverfisnefndar Naustahverfis dags. 26. nóvember 2008, 15. janúar og 10. febrúar 2009.
Fundargerð hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 10. febrúar 2009.
Stjórnsýslunefnd vísar 3. lið fundargerðar hverfisráðs Hríseyjar frá 3. febrúar 2009 til bæjarráðs.Fundi slitið.