Stjórnsýslunefnd

1. fundur 28. janúar 2009
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
1. fundur 2009
28. janúar 2009   kl. 08:10 - 10:12
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2007-2010
2006100025
Stjórnsýslunefnd fjallaði um starfsáætlun sína fyrir árið 2009. Af 27 verkefnum sem stjórnsýslunefnd ætlaði sér að vinna að á kjörtímabilinu er 12 lokið, 9 eru í vinnslu en 6 eru ekki hafin eða ákveðið hefur verið að hætta við þau.
Stjórnsýslunefnd fór yfir áætlunina og ákvað að leggja til hliðar verkefni varðandi neytendaráð og reglur um fjarvinnu.


2.          Starfsmannastefna bæjarstjórnar Akureyrar - endurskoðun 2008
2008030109
Stjórnsýslunefnd tók til umræðu fyrirliggjandi drög að mannauðsstefnu Akureyrarbæjar en drögin voru kynnt fyrir nefndinni á síðasta fundi.
Stjórnsýslunefnd vísar drögunum til umræðu á embættismannafundi.  


Kristín Sigfúsdóttir vék af fundi kl. 09.20.


3.          Hverfisnefndir - vinnuhópur um endurskoðun á samþykkt
2008090091
Lögð voru fram drög vinnuhóps að endurskoðaðri samþykkt um hverfisnefndir.
Stjórnsýslunefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.


Formaður vék af fundi kl. 10.05 og varaformaður Hermann Jón Tómasson tók við fundarstjórn.


4.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 9. desember 2008.
Fundargerðir hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 13. og 20. janúar 2009.


Fundi slitið.