Stjórnsýslunefnd

10. fundur 17. desember 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
10. fundur 2008
17. desember 2008   kl. 08:10 - 09:55
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Karl Guðmundsson
Ingunn Helga Bjarnadóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari1.          Starfsmannastefna bæjarstjórnar Akureyrar - endurskoðun 2008
2008030109
Ingunn Helga Bjarnadóttir starfsþróunarstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir störfum vinnuhóps um endurskoðun starfsmannastefnu bæjarstjórnar Akureyrar.
Stjórnsýslunefnd þakkar vinnuhópnum fyrir vinnuna og samþykkir að taka mannauðsstefnuna aftur til umræðu í janúar nk.


2.          Samþykkt um skólanefnd
2008100125
Skólanefnd hefur vísað til stjórnsýslunefndar tillögu að endurskoðaðri samþykkt um skólanefnd í ljósi nýrra laga um leikskóla og laga um grunnskóla.
Stjórnsýslunefnd vísar samþykktinni til bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.


3.          Styrkveitingar á vegum Akureyrarbæjar
2008030111
Vinnuhópur hefur gert tillögu um að settar verði samræmdar reglur um styrkveitingar á vegum Akureyrarbæjar. Kröfur til styrkþega verði samræmdar sem og eftirfylgni með þeirri starfsemi sem styrkt er.  
Stjórnsýslunefnd felur vinnuhópnum að vinna áfram að málinu og gera tillögu að reglum.


4.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2009 - stoðþjónustudeildir
2008050088
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir niðurskurði í fjárhagsáætlun fyrir stjórnsýslu bæjarins og stoðþjónustudeildir (málaflokk 121) fyrir árið 2009.


5.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:
Fundargerð hverfisnefndar Oddeyrar dags. 8. október 2008 og ályktun nefndarinnar í desember 2008 um fækkun akreina á Glerárgötu og um  Akureyrarvöll.
Fundargerð hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 22. apríl, 5. maí, 4. júní, 11. og 18. ágúst, 1. og 8. september og 18. nóvember 2008.
Fundargerð hverfisnefndar Síðuhverfis dags. 16. október 2008.
Fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 11. nóvember 2008.


6.          Stjórnsýslunefnd - fundaáætlun jan. - maí 2009
2007120070
Lögð var fram áætlun um fundi stjórnsýslunefndar á fyrri hluta árs 2009.
Til kynningar.Fundi slitið.