Stjórnsýslunefnd

8. fundur 08. október 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
8. fundur 2008
8. október 2008   kl. 08:10 - 10:04
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dagný Harðardóttir
Dan Jens Brynjarsson
Halla M. Tryggvadóttir
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Karl Guðmundsson
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Fjárhags- og starfsáætlanir stoðþjónustudeilda 2009
2008090121
Framkvæmdastjórar fjármálaþjónustu, hagþjónustu, starfsmannaþjónustu og skrifstofu Ráðhúss komu á fund stjórnsýslunefndar ásamt bæjarlögmanni og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlunum stoðþjónustudeildanna.
Stjórnsýslunefnd samþykkir framlagða áætlun með þeim skýringum sem settar voru fram á fundinum og vísar henni til bæjarráðs til frekari afgreiðslu.
       
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

2.          Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2008-2011
2008090024
Katrín Björg Ríkharðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kom á fundinn og kynnti nýja jafnréttisstefnu. Katrín kynnti einnig gátlista forsætisráðuneytisins um jafnréttismál varðandi áhrif stefnumótunar, vinnu við stefnumótun, kyngreindar upplýsingar og endurskoðun á stefnu sem þegar hefur verið mótuð/innleidd.  
Stjórnsýslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með stefnuna og hvetur nefndir og ráð bæjarins til að nýta sér jafnréttisgátlistann.


3.          Samþykktir fyrir bæjarráð og félagsmálaráð - breytingar á meðferð félagslegra húsnæðismála
2008060037
Teknar voru fyrir að nýju tillögur að breytingum á samþykktum fyrir bæjarráð og félagsmálaráð sem fela í sér skýrara hlutverk félagsmálaráðs varðandi umsjón með félagslegu leiguhúsnæði og húsaleigubótum. Tillögurnar voru samþykktar á fundi félagsmálaráðs 8. september og á fundi bæjarráðs 11. september sl.
Stjórnsýslunefnd samþykkir samþykktirnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar.


4.          Rafræn stjórnsýsla - vinnuhópur 2008
2008100011
Bæjarstjóri kynnti skipun í vinnuhóp sem á að gera tillögur um rafræna stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ. Bæjarstjóri gerði tillögu um að Jón Bragi Gunnarsson, Hólmkell Hreinsson og Ingunn H. Bjarnadóttir skipi hópinn og kalli til sín aðra starfsmenn eftir þörfum. Bæjarstjóri mun setja hópnum erindisbréf.
Stjórnsýslunefnd samþykkir tilnefninguna og beinir því til hópsins að nýta sér jafnréttisgátlistann í störfum sínum.


5.          Opnir dagar
2005060044
Bæjarstjóri kynnti þátttöku stofnana Akureyrarbæjar í Opnum dögum sem Héraðanefnd Evrópusambandsins efnir til í október. Í Ráðhúsinu verður sameiginleg kynning deildanna þar sem m.a. skipulagsdeild kynnir nýtt miðbæjarskipulag. Samfélags- og mannréttindadeild kynnir starfsemi stofnana sinna og öldrunarheimilin bjóða fólki að skoða nýja aðstöðu dagþjónustu og annarrar stoðþjónustu. Þá mun bæjarlögmaður kynna stjórnsýslu bæjarins í Amtsbókasafninu og Norðurorka mun hafa opið hús í rafstöðinni í Glerárgili.
Stjórnsýslunefnd fer þess á leit við Akureyrarstofu að hún annist kynningu á Opnum dögum.


6.          Hverfisnefndir - almennt
2004050050
Dagný M. Harðardóttir, Helena Þ. Karlsdóttir og Kristín Sigfúsdóttir gerðu grein fyrir stöðunni í vinnu við endurskoðun reglna um hverfisnefndir.


7.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir hverfisnefnda voru lagðar fram til kynningar:

Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar:  fundur 9. september 2008
Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis: fundur 23. september 2008
Hverfisnefnd Hríseyjar:  fundur 3. september 2008
Hverfisnefnd Naustahverfis: fundur 8. september 2008
Hverfisnefnd Oddeyrar:  fundir 1. og 9. september 2008
Hvefisnefnd Síðuhvefis:  fundur 9. september 2008.

Framkvæmdalistum sem bárust frá hverfisnefndunum hefur verið vísað til framkvæmdaráðs.Fundi slitið.