Stjórnsýslunefnd

7. fundur 10. september 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
7. fundur 2008
10. september 2008   kl. 08:10 - 09:50
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
Karl Guðmundsson
Dagný Harðardóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun 2008
2008020053
Stjórnsýslunefnd hélt áfram vinnu við endurskoðun "Samþykktar um stjórn Akureyrarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar".
Afgreiðslu frestað.


2.          Stuðningur við stjórnmálaflokka
2007120011
Stjórnsýslunefnd fjallaði um samþykkt bæjarstjórnar 11. desember 2007 í samræmi við ákvæði laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra þar sem samþykkt var að verja á árinu 2008 kr. 2.000.000 til stuðnings við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn  Akureyrar. Upphæðin skiptist hlutfallslega eftir kjörfylgi þeirra.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að á árinu 2009 verði kr. 3.000.000 varið til stuðnings við stjórnmálaflokka og stjórnmálasamtök. Upphæðin skiptist hlutfallslega eftir kjörfylgi þeirra.


3.          Nefnd um rafræna stjórnsýslu og þjónustuvef
2006100025
Á starfsáætlun stjórnsýslunefndar fyrir kjörtímabilið 2006-2010 er þróun rafrænnar stjórnsýslu og innleiðing þjónustuvefjar fyrir íbúa og aðra viðskiptamenn bæjarins. Starfsáætlunin gerir ráð fyrir að vinna við þetta verkefni hefjist á seinni hluta ársins 2008.
Bæjarstjóra er falið að skipa vinnuhóp til að gera tillögur til stjórnsýslunefndar.


4.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Lagðar voru fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir hverfisnefnda:
- Brekka og Innbær: 23. janúar, 12. febrúar, 11. mars, 8. apríl, 13. og 20. maí og 22. maí - aðallfundur og 3. júní 2008.
- Hrísey: 9. apríl, 13. maí, 10. júní og 7. júlí 2008.
- Lunda- og Gerðahverfi:  29. apríl og 13. maí 2008.
- Nausthverfi: 5. og 10. júní 2008  
- Síðuhverfi: aðalfundur í maí 2008 - skýrsla.
Í fundargerðunum eru engin erindi til bæjaryfirvalda.


Fundi slitið.