Stjórnsýslunefnd

6. fundur 11. júní 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
6. fundur 2008
11. júní 2008   kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun 2008
2008020053

Stjórnsýslunefnd fjallaði um nokkrar hugmyndir sem komið hafa fram um breytingar á „Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköpum bæjarstjórnar“. Hugmyndirnar varða íbúalýðræði, fyrirspurnir á dagskrá bæjarstjórnarfunda, varamenn í fastanefndum, afgreiðslur nefnda sem þurfa samþykki bæjarstjórnar og samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.
Afgreiðslu frestað.


2.          Samþykktir fyrir bæjarráð og félagsmálaráð - breytingar á meðferð félagslegra húsnæðismála
2008060037
Lagðar voru fram tillögur að breytingum á samþykktum fyrir bæjarráð og félagsmálaráð sem fela í sér skýrara hlutverk félagsmálaráðs varðandi umsjón með félagslegu leiguhúsnæði og húsaleigubótum. Jafnframt eru gerðar tillögur um orðalagsbreytingar, einkum vegna afnáms sviðaskipulagsins haustið 2006.
Afgreiðslu frestað.


3.          Íbúalýðræði
2005060044
Stjórnsýslunefnd fór yfir framkvæmd tillagna sem bæjarstjórn samþykkti 5. júní 2007. Samkvæmt þeim vill bæjarstjórn styrkja þau samráðsferli sem þegar eru fyrir hendi, verða við óskum um samráð ef 500 bæjarbúar eða fleiri æskja þess, undirbúa rafræna samráðsleið og gera áætlun um eflingu íbúalýðræðis á næsta kjörtímabili.  


4.          Lýðræðisdagurinn 12. apríl 2008
2008010203
Teknar voru til umræðu hugmyndir og tillögur sem komu fram á málþinginu og eru sérstaklega á verksviði stjórnsýslunefndar.
Umræðu og afgreiðslu frestað.


Helena Karlsdóttir vék af fundi kl. 09.40.


5.          Tilverugrundvöllur hverfisnefnda
2004050050
Stjórnsýslunefnd fór yfir umræður sem urðu á fundi hennar með hverfisnefndum 27. maí sl.
Stjórnsýslunefnd leggur til að skipaður verði vinnuhópur til að fara yfir erindisbréf hverfisnefnda og tilnefnir Helenu Karlsdóttur og Kristínu Sigfúsdóttur í hópinn af hálfu Akureyrarbæjar. Óskað er eftir að hverfisnefndirnar tilnefni tvo fulltrúa í vinnuhópinn.  


6.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Lagðar voru fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
- hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis dags. 22. apríl - aðalfundur og 5. maí 2008.
- hverfisráð Hríseyjar dags. 9. apríl og 13. maí 2008.
- hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis dags. 11. mars og 1. apríl 2008.
- hverfisnefnd Naustahverfis dags. 15. október 2007 og 2., 19. og 29. maí 2008.
Fundi slitið.