Stjórnsýslunefnd

5. fundur 27. maí 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
5. fundur 2008
27. maí 2008   kl. 16:15 - 18:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Sigríður Stefánsdóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari
Á fundinn voru boðaðar hverfisnefndir og hverfisráð bæjarins og voru 16 fulltrúar þessara aðila á fundinum úr öllum nefndum nema hverfisnefnd Giljahverfis.

1.          Íbúalýðræði
2004050050
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor við Háskóla Íslands flutti erindi um íbúalýðræði. Hann fjallaði um dvínandi samfélagsþátttöku og erfiðleika við að fá fólk til að starfa í frjálsum félagasamtökum. Hann rakti kosti og galla þess að sveitarstjórnir byggi ákvarðanir sínar á áliti frjálsra félagasamtaka og nefndi ýmis dæmi um tilraunir sem gerðar hafa verið til að leita eftir skoðunum almennings til að byggja opinberar ákvarðanir á.

2.          Tilverugrundvöllur hverfisnefnda
2004050050
Almennar umræður urðu um tilverugrundvöll hverfisnefnda, tilgang með þeim og tengsl þeirra við bæjarstjórn. Nokkrir fulltrúar hverfisnefndanna lögðu áherslu á mikilvægi þess að sjá viðbrögð frá bæjarkerfinu við tillögum og hugmyndum frá nefndunum. Bent var á að í samþykkt um hverfisnefndir er skýrt tekið fram að "vilji hverfisnefnd koma erindi á framfæri við bæjarstjórn eða stjórnsýslu bæjarins þarf hún að senda það til bæjarins með formlegum hætti" en í sumum hverfisnefndum hefur verið litið svo á að fundargerðirnar uppfylli þessa formkröfu. Fram komu hugmyndir um þátttöku bæjarfulltrúa í hverfisnefndafundum. Einnig var rætt um gildi undirskriftalista og ýmis önnur atriði sem varða íbúalýðræði.
Stjórnsýslunefnd mun taka málefni hverfisnefndanna fyrir í ljósi umræðna á fundinum og fjalla um verkefni þeirra og hlutverk og samskipti við stjórnkerfi Akureyrarbæjar. Tillögur um hugsanlegar breytingar verða lagðar fram í haust.Fundi slitið.