Stjórnsýslunefnd

3. fundur 26. mars 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
3. fundur 2008
26. mars 2008   kl. 08:10 - 09:40
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Hermann Jón Tómasson
Sigrún Stefánsdóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Lýðræðisdagurinn 12. apríl 2008
2008010203
Formaður kynnti fyrir nefndinni undirbúning að málþingi í Brekkuskóla 12. apríl kl. 13 - 17. Frummælendur verða flestir úr hópi bæjarbúa. Gert er ráð fyrir þátttöku og umræðum í 8 málstofum. Niðurstöður þingsins verða kynntar í fjölmiðlum.  

2.          Starfsmannastefna bæjarstjórnar Akureyrar - endurskoðun 2008
2008030109
Nefndin fjallaði um undirbúning að endurskoðun starfsmannastefnunnar sem á að hefjast haustið 2008. Skipaður verður 8 manna starfshópur undir stjórn starfsþróunarstjóra sem á að skila niðurstöðum í árslok 2008. Áhersla verði lögð á að aðgerðabinda stefnuna.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.          Fjárhagsáætlanaferli - reglur endurskoðaðar 2008
2008030110
Fjallað var um breytingar á 7. grein reglna um fjárhagsáætlunarferli hjá Akureyrarbæ en greinin varðar færslu fjárveitinga milli ára.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu um breytingar á greininni. Reglur um fjárhagsáætlanaferli verða lagðar fyrir bæjarráð í maí 2008.


4.          Styrkveitingar á vegum Akureyrarkaupstaðar
2008030111
Nefndin fjallaði um þörf fyrir að samræma styrkveitingar milli mismunandi styrkveitenda á vegum sveitarfélagsins.
Samþykkt að vísa málinu til umræðu á embættismannafundi.


5.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirfarandi fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
- hverfisnefndar Brekku og Innbæjar 15. janúar og 12. febrúar 2008,
- hverfisráðs Hríseyjar  15. janúar, 5. febrúar og 4. mars 2008,
- hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis 8. og 29. janúar 2008,
- hverfisnefndar Oddeyrar 23. janúar 2008,
- hverfisnefndar Síðuhverfis 9. janúar 2008.


Fundi slitið.