Stjórnsýslunefnd

2. fundur 13. febrúar 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
2. fundur 2008
13. febrúar 2008   kl. 08:10 - 09:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun 2008
2008020053
Stjórnsýslunefnd mun endurskoða "Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar" á árinu 2008 eftir því sem þurfa þykir.  
Afgreiðslu frestað.


2.          Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2008
2007050043
Stjórnsýslunefnd fór yfir fjárhagsramma stoðþjónustudeilda samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun.

3.          Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2008
2006100025
Lögð var fram tímaáætlun fyrir einstök verkefni nefndarinnar á árinu 2008.

4.          Lýðræðisdagurinn 12. apríl 2008
2008010203
Bæjarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi fyrir lýðræðisdaginn. Íbúaþing verður haldið í Brekkuskóla. Bæjarstjóri fundar innan tíðar með formönnum hverfisnefnda um fyrirkomulag þingsins og umræðuefni. Leitað verður samstarfs við Háskólann á Akureyri um framkvæmd íbúaþingsins.  

5.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Eftirtaldar fundargerðir voru lagðar fram til kynningar:
- hverfisráðs Hríseyjar dags. 10. og 15. janúar 2008.
- hverfisnefndar Brekku og Innbæjar  dags. 18. september, 9. október, 13. nóvember og 11. desember 2007 og 15. janúar 2008.
- hverfisnefndar Giljahverfis dags. 21. október og 25. nóvember 2007.
- hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 8. og 29. janúar 2008.
- hverfisnefndar Síðuhverfis dags. 20. nóvember 2007 og 9. janúar 2008.


Fundi slitið.