Stjórnsýslunefnd

1. fundur 16. janúar 2008
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
1. fundur 2008
16. janúar 2008   kl. 08:10 - 09:45
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2007-2010
2006100025
Stjórnsýslunefnd fór yfir starfsáætlun sína og stöðu einstakra verkefna.
Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun og vísar henni til bæjarráðs.


2.          Íbúalýðræði
2005060044
Formaður gerði grein fyrir hugmyndum um að halda sérstakan lýðræðisdag í apríl nk. þar sem fjallað yrði um nokkur mál sem helst brenna á bæjarbúum um þessar mundir.
Stjórnsýslunefnd ákveður að halda lýðræðisdag 12. apríl nk. Leitað verður samráðs við hverfisnefndir. Formanni er falið að vinna að undirbúningi.


3.          Skipurit samfélags- og mannréttindadeildar
2007020097
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum 7. janúar 2008 tillögu að skipuriti fyrir samfélags- og mannréttindadeild og vísaði henni til stjórnsýslunefndar.
Stjórnsýslunefnd telur að fyrirliggjandi skipurit samrýmist almennu stjórnskipulagi bæjarins.
       
Kristín Sigfúsdóttir óskar bókað að hún sé algerlega mótfallin því að Menntasmiðjan færist til Símeyjar.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

4.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Lagðar voru fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir hverfisnefnda og hverfisráðs:
- hverfisráðs Hríseyjar dags. 30. október, 21. nóvember og 11. desember 2007.
- hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 27. september, 9. og 22. október 2007.
- hverfisnefndar Oddeyrar dags. 24. október 2007.
- hverfisnefndar Síðuhverfis dags. 25. maí (2 fundargerðir), 24. september og 10. október 2007.


Fundi slitið.