Stjórnsýslunefnd

6. fundur 17. október 2007
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
6. fundur 2007
17. október 2007   kl. 08:10 - 10:10
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Heiða Karlsdóttir fundarritari
1.          Fjárhagsáætlun 2008
2007080044
Fjármálastjóri, hagsýslustjóri, skrifstofustjóri Ráðhúss og starfsmannastjóri mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu stjórnsýslunefnd fjárhagsáætlanir fyrir viðkomandi stoðþjónustudeildir og sameiginlega þætti.
Stjórnsýslunefnd samþykkir framlagða áætlun upp á ramma 404.694 þús. kr. og óskar eftir viðbót 20.734 þús. kr. inn í ramma vegna aukningar í starfsmannamálum.
Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu.


2.          Námsstyrkjasjóður embættismanna - breyting á 5. gr.
2007040065
Á fundi fræðslunefndar þann 20. apríl sl. var samþykkt breyting á 5. gr. samþykkta um námsstyrkjasjóð embættismanna. Breytingin varðar launaviðmiðun námsstyrkja og ákvæði um orlofsréttindi. Málinu vísað áfram til stjórnsýslunefndar.  Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórnsýslunefnd samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.


3.          Skipurit Öldrunarheimila Akureyrar
2007020033
Félagsmálaráð hefur fyrir sitt leyti samþykkt tillögu um breytingar á skipuriti Öldrunarheimila Akureyrar. Tillagan felur í sér að eldhús heimilanna heyri beint undir framkvæmdastjóra en ekki undir sviðsstjóra rekstrarsviðs eins og áður. Framkvæmdastjórn vísar breytingartillögunni til stjórnsýslunefndar til umfjöllunar.  Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórnsýslunefnd felst á umrædda breytingu og tekur fram að mikilvægt er þegar einstakar deildir eða stofnanir bæjarins fara í skipuritsbreytingar að um þær sé fjallað af bæði kjarasamninganefnd og stjórnsýslunefnd til þess að meta áhrif breytinganna á skipurit bæjarkerfisins.  


4.          Samskipti skipulagsnefndar og hverfisnefnda
2005060044
Skipulagsnefnd hefur á fundi sínum 27. júní 2007 fjallað um tilmæli bæjarstjóra um að nefndin taki samskiptamál við hverfisnefndirnar um skipulagstilögur til umræðu og komi með tillögur um form samskipta og ábyrgð á þeim til stjórnsýslunefndar. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillögur er varða málefni hverfanna verði sendar til hverfisnefnda viðkomandi hverfa til kynningar þegar þær verða auglýstar með formlegum hætti. Skipulagsstjóri mun sjá um framkvæmd þessa.
Upplýst var á fundinum að gögn væru send hverfisnefndum í samræmi við ofangreinda tillögu.
Stjórnsýslunefnd fagnar þessari vinnureglu og telur að með henni náist betri samvinna við hverfisnefndir í þeim skipulagsmálum sem snerta þær beint.


5.          Endurskoðun bæjarmálasamþykktar 2007
2007100016
Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. ágúst 2007 vísað til stjórnsýslunefndar umfjöllun um minnisblað bæjarlögmanns um varamenn í bæjarráði. Bæjarlögmaður vekur athygli á að einungis kjörnir aðalmenn og varamenn hafi umboð bæjarstjórnar til að starfa í bæjarráði nema bæjarstjórn setji um það sérstök ákvæði í bæjarmálasamþykkt að aðrir en kjörnir varamenn geti tekið þar sæti.
Bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.
Umræður um  endurskoðun bæjarmálasamþykktar.
Stjórnsýslunefnd mun ræða endurskoðunartillögur  á samþykktinni á næstu fundum sínum og ljúka því verki á vormánuðum 2008.  


6.          Verklagsreglur um fundargerðir
2007100017
Framkvæmdastjórn samþykkti á fundi sínum 24. janúar 2007 verklagsreglur um fundargerðir nefnda og ráða. Komið hefur fram tillaga um breytingu á reglunum þannig að í fundargerðum verði tilgreint hvernig fundarmenn greiða atkvæði um einstök mál.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að leggja til breytingar á 4. lið reglnanna á þann veg að ef ekki samþykkja allir nefndarmenn tillögu að afgreiðslu máls þá sé þess getið sérstaklega hver/hverjir sátu hjá og/eða hver/hverjir greiddu atkvæði á móti.

Helena Þ. Karlsdóttir vék af fundi kl. 10.02.


7.          Íbúaþing
2007050142
Stjórnsýslunefnd ákvað á fundi sínum 30. maí 2007 að ræða nánar um útfærslu framkominnar hugmyndar um borgarafundi í samvinnu við hverfisnefndir.
Á sameiginlegum fundi með hverfisnefndum í maí sl. kom fram ósk um að haldið yrði málþing um íbúalýðræði, tilgang þess og framkvæmd.
Stjórnsýslunefnd felur formanni að vinna tillögur í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.


8.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir hverfisnefnda:
Brekku og Innbæjar: 13. fundur dags. 17. apríl 2007, 14. fundur dags. 8. maí 2007 og aðalfundar dags. 24. maí 2007.
Hríseyjar: 7. fundur dags. 16. apríl  2007, 8. fundur dags. 23. apríl 2007, 9. fundur dags. 14. maí 2007, 10. fundur dags. 29. maí 2007, 11. fundur dags. 12. júní 2007 og 12. fundur  dags. 4. september 2007.
Lunda- og Gerðahverfis: 20. fundur dags. 20. apríl 2007 og 21. fundur dags. 28. ágúst 2007.
Oddeyrar: 30. fundur dags. 3. apríl  2007, 32. fundur dags. 5. júní 2007.
Síðuhverfis: 23. fundur dags. 26. mars 2007 og 24. fundur dags. 17. apríl 2007.
Giljahverfis: 6. fundur dags. 13. september 2007.
Holta- og Hlíðahverfis: aðalfundur dags. 28. mars 2007, 11. fundur dags. 11. apríl 2007 og 12. fundur dags. 2. maí 2007.
Lagt fram til kynningar.Fundi slitið.