Stjórnsýslunefnd

5. fundur 30. maí 2007
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
5. fundur
30. maí 2007   kl. 16:05 - 17:45
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Kolbrún Magnúsdóttir fundarritari
1.          Innlegg bæjarstjóra
2004050050
Bæjarstjóri Sigrún Björk Jakobsdóttir opnaði fundinn.


2.          Kynning á starfi hverfisnefnda á Akureyri
2007050143
Fulltrúar hverfisnefndanna kynntu í stuttu máli starfsemi sinna hverfisnefnda.
Stjórnsýslunefnd þakkar fulltrúum hverfisnefndanna fyrir greinargóðar kynningar á starfsemi nefndanna.


3.          Fjármál hverfisnefndanna
2007020132
Lögð fram tillaga um fjármál nefndanna.
Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir kr. 50.000 fyrir hverja nefnd. Fram kom á fundinum að formenn töldu þetta ekki mæta þeim kostnaði sem fylgir starfi nefndanna og óska eftir hækkun á næsta ári.


4.          Íbúaþing - samvinna hverfisnefnda og bæjaryfirvalda
2007050142
Rætt um aðkomu hverfisnefndanna að íbúaþingi/borgarafundum á kjörtímabilinu.
Fram kom hugmynd að málþingi um íbúalýðræði og var ákveðið að stjórnsýslunefnd myndi taka þessa hugmynd til umræðu og nánari útfærslu.


5.          Framtíðarsýn
2007050140
Rætt um hvernig fundarmenn sjá fyrir sér starfsemi hverfisnefnda á Akureyri.
Ábendingar komu fram varðandi nauðsyn á formlegri samskiptum frá skipulagsdeild, nýtingu á heimasíðu bæjarins í samskiptum íbúanna og póstlista íbúa í viðkomandi hverfi. Ljóst er að hver nefnd hefur markað sér sína sérstöðu en þó innan sameiginlegs ramma og voru fundarmenn sammála um mikilvægi hverfisnefnda og að það bæri að halda áfram með það verkefni.Fundi slitið.