Stjórnsýslunefnd

4. fundur 09. maí 2007
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
4. fundur 2007
9. maí 2007   kl. 08:08 - 09:30
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Símenntun starfsmanna Akureyrarbæjar - reglur
2007010116

Fræðslunefnd gerir tillögu um breytingar á reglum um símenntun starfsmanna Akureyrarbæjar. Breytingarnar varða m.a. vinnuafslátt vegna náms samhliða starfi.
Stjórnsýslunefnd samþykkir reglurnar.


2.          Íbúalýðræði
2005060044
Teknar fyrir tillögur vinnuhóps um íbúalýðræði. Þær gera ráð fyrir að unnið verði áfram að þeim aðgerðum sem þegar eru á starfsáætlun stjórnsýslunefndar, að bæjarstjórn lýsi yfir vilja sínum til að bregðast við óskum íbúa um samráð, t.d. með borgarafundum, að þróaðar verði rafrænar samráðsleiðir og að gerð verði áætlun um eflingu íbúalýðræðis á næsta kjörtímabili.  
Stjórnsýslunefnd fjallaði um tillögur vinnuhópsins og samþykkti að leggja þær fyrir bæjarstjórn með áorðnum breytingum.


Fundi slitið.