Stjórnsýslunefnd

3. fundur 18. apríl 2007
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
3. fundur 2007
18. apríl 2007   kl. 08:10 - 09:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigrún Stefánsdóttir
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Íbúalýðræði
2005060044
Guðmundur Heiðar Frímannsson kom á fundinn og fylgdi úr hlaði drögum að lokaskýrslu starfshóps um íbúalýðræði.
Nefndin þakkar Guðmundi fyrir greinargerðina. Afgreiðslu frestað.


Sigrún Björk Jakobsdóttir vék af fundi kl. 9:00 og Hermann Jón Tómasson tók við fundarstjórn.


2.          Reglur um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa og ráðinna stjórnenda - endurskoðun
2007040054
Lögð var fram tillaga framkvæmdastjórnar um breytingar á gildandi reglum um ábyrgðarmörk kjörinna fulltrúa og ráðinna stjórnenda hjá Akureyrarbæ.
Stjórnsýslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.


3.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir hverfisnefnda:
Holta- og Hlíðahverfis, 9. fundur dags. 14. febrúar 2007 og 10. fundur dags. 14. mars 2007.
Hríseyjar, 5. fundur dags. 26. febrúar 2007 og 6. fundur dags. 12. mars 2007.
Lunda- og Gerðahverfis, 17. fundur dags. 13. mars 2007, 18. fundur dags. 20. mars 2007 og 19. fundur dags. 3. apríl 2007.
Síðuhverfis, 22. fundur dags. 28. febrúar 2007.
Oddeyrar, 29. fundur, aðalfundur, dags. 21. mars 2007.
Sameiginlegur fundur hverfisnefnda, 1. fundur dags. 13. febrúar 2007.


4.          Jafnréttisstefna - verkefni stjórnsýslunefndar
2007040053
Lagðar voru fram hugmyndir samfélags- og mannréttindaráðs um endurskoðun á þeim þáttum jafnréttisstefnu sem eru á verksviði stjórnsýslunefndar. Verkefnin varða kynjahlutfall í nefndum og ráðum bæjarstjórnar, gátlista fyrir ákvarðanir bæjaryfirvalda, jafnréttisáætlanir stórra vinnustaða og hagskýrslugerð.
Stjórnsýslunefnd leggur til að í nýrri jafnréttisáætlun verði ákvæði um
- að kynjahlutfall formanna og almennra nefndarmanna verði skoðað eftir þörfum en þó a.m.k. tvisvar á kjörtímabili, í upphafi kjörtímabils og við lok 3. árs.
- að jafnréttisgátlisti frá forsætisráðuneytinu verði skoðaður m.t.t. hvort hann henti Akureyrarbæ. Geri hann það verði unnið í framhaldinu að innleiðingu hans.  
- að jafnréttisáætlanir skuli gerðar á öllum vinnustöðum þar sem vinna fleiri en 25 starfsmenn.
- að leitast verði við að kyngreina upplýsingar í hagskýrslum um skráð afnot fólks af þjónustu bæjarins þar sem talið er að kyngreiningin þjóni tilgangi. Sömu kröfur verði gerðar til félagasamtaka sem njóta styrkja frá bænum.
Fundi slitið.