Stjórnsýslunefnd

2. fundur 28. febrúar 2007
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
2. fundur 2007
28. febrúar 2007   kl. 08:10 - 09:35
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.          Grimsby - vinabæjasamskipti
2007020072

Bæjaryfirvöld í Grimsby hafa lýst áhuga á að stofna til vinabæjasamstarfs við Akureyri.

Stjórnsýslunefnd felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við sendiráð Íslands í London.


2.          Nafngiftir á vegum Akureyrarbæjar
2007020009
Rætt um samræmingu nafngifta á vegum Akureyrarbæjar.

Stjórnsýslunefnd leggur til að bæjarstjórn skipi þriggja manna nefnd til að yfirfara tillögur um nafngiftir á vegum Akureyrarbæjar og gera tillögur um nöfn þegar þess er óskað. Nefndin taki mið af málfarssjónarmiðum, sögu bæjarins og staðháttum. Nöfn á stjórnsýslueiningum (nefndum, deildum, sviðum), byggingum, hverfum og götum fái staðfestingu í viðkomandi fagnefnd að fenginni umsögn nafnanefndar.


3.          Hverfisráð Hríseyjar - samþykkt
2006100012
 Komið hefur í ljós að í samþykkt um hverfisráð Hríseyjar vantar ákvæði um boðun varamanna á fundi.

Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ákvæði um varamenn verði bætt við 5. grein reglna um hverfisráð Hríseyjar og öll greinin hljóði þannig:
„Á árlegum almennum borgarafundi í Hrísey, sem bæjarstjóri gengst fyrir, skal kjósa fimm fulltrúa í hverfisráð og fimm til vara en forfallist aðalmaður í hverfisráði boðar hann varamann í sinn stað. Kjörgengir í hverfisráð eru einungis þeir sem eru með lögheimili í Hrísey. Ráðið er kosið til eins árs í senn. Nefndarmenn þiggja laun úr bæjarsjóði samkvæmt reglum bæjarstjórnar um greiðslur fyrir störf í öðrum nefndum en fastanefndum bæjarstjórnar“.


4.          Samskipti við hverfisnefndir
2004050050
Stjórnsýslunefnd hefur á starfsáætlun sinni að:
a) efna til fundar með formönnum hverfisnefnda einu sinni á ári
b) gangast fyrir árlegum hverfisþingum í samstarfi við nefndirnar
c) yfirfara gildandi samþykktir fyrir hverfisnefndir.

Stjórnsýslunefnd stefnir að því að halda fund með formönnum hverfisnefnda í apríl nk. þar sem m.a. verður rætt um hugsanlega endurskoðun samþykkta fyrir hverfisnefndir og hugmyndir að hverfisþingum.


5.          Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir
2007020100
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Holta- og Hlíðahverfi, 8. fundur dags. 10. janúar 2007.  
Hverfisráð Hríseyjar, 3. fundur dags. 8. janúar 2007 og 4. fundur dags. 12. febrúar 2007.  
Lunda- og Gerðahverfi, 15. fundur dags. 9. janúar 2007 og 16. fundur dags. 23. janúar 2007.  
Naustahverfi, 1. fundur dags. 12. febrúar 2007 og 2. fundur dags. 19. febrúar 2007.
Síðuhverfi, 21. fundur dags. 10. janúar 2007.

Stjórnsýslunefnd óskar eftir að skipulagsnefnd taki til umfjöllunar 1. lið í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dags. 12. febrúar sl.


6.          Notendaráð
2007020106
Stjórnsýslunefnd hefur á starfsáætlun sinni að stofna notendaráð með skilgreind hlutverk við allar stærri þjónustustofnanir sveitarfélagsins, þar sem þeim verður við komið.
Notendaráð eru starfandi við þjónustumiðstöðvarnar í Víðilundi og Bugðusíðu og í leik- og grunnskólum bæjarins.

Stjórnsýslunefnd leggur til að á þessu ári verði stofnuð notendaráð við Sundlaug Akureyrar, Amtsbókasafnið og Tónlistarskólann. Viðkomandi nefndum verði falið að yfirfara starfsemi notendaráðanna sem fyrir eru og stuðla að stofnun nýrra við ofangreindar 3 stofnanir.Fundi slitið.