Stjórnsýslunefnd

1. fundur 24. janúar 2007
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
1. fundur 2007
24. janúar 2007   kl. 08:10 - 09:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi


Nefndarmenn Starfsmenn
Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður
Helena Þuríður Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Karl Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari
1.  Randers Kommune - bæjarstjórn 2007
2006120106
Erindi dags. 18. desember 2006 frá Randers Kommune þar sem tilkynnt er að ný bæjarstjórn eftir sameiningu sveitarfélaga taki til starfa þann 1. janúar 2007 og óskað eftir vinabæjasamstarfi við Akureyri.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að haldið verði áfram vinabæjasamstarfi við Randers.


2.  Nafn deildar undir samfélags- og mannréttindaráði
2006110018
Á fundi sínum 11. desember 2006 lagði samfélags- og mannréttindaráð til við stjórnsýslunefnd að heiti starfsemi undir ráðinu verði samfélags- og mannréttindadeild.
Meirihluti stjórnsýslunefndar fellst á tillögu samfélags- og mannréttindaráðs.
Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði gegn nafngiftinni.


3.  Hlutverk stjórnanda hjá Akureyrarbæ
2006020009
Tekin var fyrir að nýju skilgreining á hlutverki stjórnanda hjá Akureyrarbæ þar sem lýst er þeim kröfum sem gerðar eru til hans varðandi stefnumótun, skipulagningu og verkstjórn, stjórnunarstíl, siðferði, starfsmannamál, samskipti og hæfni jafnframt því sem réttur hans sem stjórnanda gagnvart Akureyrarbæ er skilgreindur. Málið var áður á dagskrá stjórnsýslunefndar 6. desember 2006.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að fyrirliggjandi skilgreining verði höfð að leiðarljósi við ráðningar og mat á störfum stjórnenda hjá Akureyrarbæ. Nefndin leggur áherslu á að skilgreiningin verði kynnt öllum stjórnendum sveitarfélagsins.  


4.  Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2007-2010
2006100025
Stjórnsýslunefnd tók til afgreiðslu starfsáætlun sína fyrir kjörtímabilið 2007-2010.
Fyrirliggjandi drög voru samþykkt og vísað til bæjarráðs.
Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


5.  Stefnuumræða í bæjarstjórn
2007010173
Rædd var tillaga um að bæjarstjórn ræði um starfsáætlanir fastanefnda á fundum á fyrri hluta árs 2007. Fyrst verði fjallað um starfsáætlun stjórnsýslunefndar, síðan íþróttaráðs, félagsmálaráðs, skipulagsnefndar, framkvæmdaráðs, samfélags- og mannréttindaráðs, skólanefndar, umhverfisnefndar og loks um starfsáætlun stjórnar Akureyrarstofu.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að þar fari fram umræða um starfsáætlanir fastanefnda frá 20. febrúar til 19. júní nk.


Fundi slitið.