Stjórnsýslunefnd

7918. fundur 01. nóvember 2006
6. fundur 2006
01.11.2006 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Hermann Jón Tómasson varaformaður
Helena Þ. Karlsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Sjónvarp frá bæjarstjórnarfundum
2006100092
Sigríður Stefánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri kom á fundinn og kynnti erindi frá N4 um endurskoðun samnings um upptöku og útsendingu bæjarstjórnarfunda.
Stjórnsýslunefnd leggur áherslu á að samningur um sjónvarpsútsendingar frá bæjarstjórnarfundum verði endurnýjaður og að við þá endurnýjun verði lögð áhersla á aukna vinnslu þáttanna í þeim tilgangi að bæta upplýsingagjöf til áhorfenda um það efni sem er til umfjöllunar hverju sinni.


2 Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar - önnur breyting 2006
2006100054
Eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn um Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundargerðir bæjarstjórnar var samþykktinni vísað til stjórnsýslunefndar og seinni umræðu í bæjarstjórn. Í bæjarstjórn lagði Gerður Jónsdóttir bæjarfulltrúi fram breytingartillögu við 49. grein samþykktarinnar um að á eftir fyrstu málsgreininni komi: "Þar sem því verður við komið skulu sitja sem næst jafnmargar konur og karlar í hverri nefnd, ráði og stjórn. Þá skal þess gætt að kynjahlutfall meðal formanna sé jafnt þar sem því verður við komið."
Meirihluti stjórnsýslunefndar telur að þau markmið sem fram koma í tillögu bæjarfulltrúa Gerðar Jónsdóttur eigi ekki heima í bæjarmálasamþykkt. Nefndin getur þess vegna ekki tekið undir tillöguna þó nefndarmenn séu efnislega sammála þeim áherslum sem í tillögunni felast. Stjórnsýslunefnd vísar samþykktinni til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Kristín Sigfúsdóttir er ekki sammála meirihluta stjórnsýslunefndar og styður tillögu Gerðar Jónsdóttur.3 Hrísey - hverfisnefnd
2006100012
Fjallað var um drög að erindisbréfi fyrir hverfisnefnd í Hrísey. Gert er ráð fyrir tilraunaverkefni þar sem hverfisnefndin fengi meira vald en aðrar hverfisnefndir, sem gæti verið fyrirmynd fyrir aðrar hverfisnefndir ef vel tekst til.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnuð verði hverfisnefnd í Hrísey samkvæmt fyrirliggjandi erindisbréfi. Lögð er áhersla á að um tilraunaverkefni til þriggja ára er að ræða.


4 Stjórnsýslunefnd - starfsáætlun 2006-2010
2006100025
Lögð voru fram drög að starfsáætlun stjórnsýslunefndar fyrir árin 2006-2010 sem tekur mið af samstarfssamningi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn á þessu tímabili.
Fundi slitið.