Stjórnsýslunefnd

7774. fundur 27. september 2006
4. fundur 2006
27.09.2006 kl. 08:10 - 09:16
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Helena Þ. Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Dan J. Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Samþykktir fyrir fastanefndir
2006090040
Tekin voru fyrir að nýju drög að samþykktum fyrir fastanefndir. Drögin hafa verið lögð fyrir viðkomandi nefndir til umfjöllunar og athugasemdir borist við samþykktir fyrir félagsmálaráð, fjölskylduráð, skólanefnd og stjórn Akureyrarstofu.
Stjórnsýslunefnd frestar afgreiðslu.


2 Starfsáætlanir bæjarstjórnar og fastanefnda 2007-2010
2006090087
Lögð var fram tillaga um form fyrir starfsáætlanagerð bæjarstjórnar og fastanefnda fyrir kjörtímabilið.
Stjórnsýslunefnd felur fastanefndum að færa starfsáætlanir sínar fyrir kjörtímabilið inn í formið sem kynnt var á fundinum.Fundi slitið.