Stjórnsýslunefnd

7765. fundur 13. september 2006
3. fundur 2006
13.09.2006 kl. 8:10: - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Helena Þ. Karlsdóttir
Hermann Jón Tómasson
Kristín Sigfúsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dan J. Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


Bæjarstjórn kaus á fundi sínum 21. júní sl. aðal- og varamenn í stjórnsýslunefnd til fjögurra ára.

Aðalmenn                                               Varamenn
Kristján Þór Júlíusson formaður        Sigrún Björk Jakobsdóttir
Hermann Jón Tómasson                    Sigrún Stefánsdóttir
Helena Þ. Karlsdóttir                            Ásgeir Magnússon
Kristín Sigfúsdóttir                                 Baldvin H. Sigurðsson
Oddur Helgi Halldórsson                    Anna Halla Emilsdóttir

Í upphafi fundar bauð formaður nefndarmenn velkomna til starfa í nefndinni.

1 Fundaáætlun stjórnsýslunefndar
2006090043
Formaður gerði grein fyrir áætlun um fundi nefndarinnar á næstu mánuðum.
Nefndin gerir ráð fyrir að funda á miðvikudagsmorgnum í þeim vikum þegar bæjarstjórnarfundir eru ekki haldnir. Fundir verða hálfsmánaðarlega fyrst um sinn en síðan mánaðarlega nema þegar fyrirliggjandi verkefni gefa tilefni til annars.


2 Samþykktir fyrir fastanefndir
2006090040
Lögð voru fram drög að nýjum og endurskoðuðum samþykktum fyrir fastanefndir í samræmi við samstarfssamning meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn 2006-2010.
Breytingum á samþykktum er vísað til viðkomandi nefnda. Menningarmálanefnd er falið að fjalla um samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu og jafnréttis- og fjölskyldunefnd um samþykkt fyrir fjölskylduráð. Mælst er til þess að nefndirnar ljúki umfjöllun sinni fyrir næsta fund stjórnsýslunefndar sem er áætlaður 27. september nk.

Oddur Helgi Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur verið að fikta við allskonar breytingar í stjórnkerfi bæjarins undanfarin kjörtímabil. Þetta hefur verið gert án þess að menn hafi gefið sér tíma til að skoða hvort þessar breytingar hafi skilað okkur betri stjórnsýslu. Enn á ný í upphafi kjörtímabils er byrjað að breyta kerfi sem þó er skapað að miklu leyti af Sjálfstæðisflokknum. Ég tel þessar breytingar ekki til góðs og held að hvatinn á bak við þær sé fyrst og fremst að verið sé að breyta breytinganna vegna. Eðlilegra hefði verið að þetta reynslulausa fólk sem er að koma að stjórnun bæjarins hefði gefið sér tíma til að kynnast hvernig núverandi stjórnkerfi virkar áður en ætt er út í breytingar. Að þessu sinni tek ég því ekki ekki þátt í afgreiðslunni á drögum að þessum erindisbréfum.

3 Fræðslunefnd - skipun í nefndina
2006090041
Samkvæmt samþykkt um stjórnsýslunefnd skipar nefndin í fræðslunefnd fyrir kjörtímabilið 2006-2010.
Nefndin samþykkir að skipa þannig í fræðslunefnd í samræmi við fyrirliggjandi tillögur sviðsstjóra:
Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Friðný Sigurðardóttir og
Leifur Þorsteinsson

Til vara eru tilnefnd:
Sigríður Stefánsdóttir
Gunnar Frímannsson
Helga Hauksdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir og
Tómas Björn Hauksson4 Fræðsla bæjarfulltrúa og nefndarmanna
2006090042
Rætt var um að bjóða bæjarfulltrúum og nefndarmönnum fræðslu um sveitarstjórnarmál í byrjun kjörtímabils.
Stjórnsýslunefnd hvetur til þess að þessum aðilum verði boðin fræðsla um sveitarstjórnarlög og stjórnsýslulög á næstu vikum og í kjölfarið verði boðin fræðsla um tölvu- og skjalakerfi bæjarins.Fundi slitið.