Stjórnsýslunefnd

6933. fundur 15. febrúar 2006
1. fundur 2006
15.02.2006 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Íbúalýðræði
2005060044
Starfshópur sem stjórnsýslunefnd tilnefndi sl. haust kom á fundinn og gerði grein fyrir vinnu sinni sem áætlað er að ljúki í byrjun mars. Í starfshópnum eru Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti kennaradeildar HA, Ágúst Þór Árnason verkefnisstjóri í félagsvísinda- og lagadeild HA og Ingibjörg Elíasdóttir aðjunkt í viðskiptadeild HA. Guðmundur Heiðar, Ingibjörg og Tinna Ingvarsdóttir komu á fundinn.2 Vinnureglur um hverfisnefndir
2004050050
Á fundi sínum 13. desember 2005 vísaði bæjarstjórn til stjórnsýslunefndar tillögu Odds Helga Halldórssonar um breytt orðalag á vinnureglunum.
Oddur Helgi leggur til að síðasta málsgrein kaflans Tengiliðir hljóði svo: "Fundargerðir hverfisnefnda eru íbúum hverfisins til upplýsingar en vilji hverfisnefnd koma erindi á framfæri við bæjarstjórn eða stjórnsýslu bæjarins þarf hún að senda það til bæjarins með formlegum hætti".
Stjórnsýslunefnd samþykkir orðalagsbreytinguna.


3 Endurskoðun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri
2005010108
Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 og formaður náttúruverndarnefndar komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögum að breytingum á þeim verkefnum Staðardagskrár sem heyra undir stjórnsýslusvið.
Fundi slitið.