Stjórnsýslunefnd

6481. fundur 19. október 2005
10. fundur 2005
19.10.2005 kl. 16:15 - 17:15
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jakob Björnsson/Akureyrarbaer/IS
Oktavía Jóhannesdóttir/Akureyrarbaer/IS
Oddur Helgi Halldórsson/Akureyrarbaer/IS
Dagný M. Harðardóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari


Kristján Þór Júlíusson vék af fundi kl. 17.00 og Jakob Björnsson tók við fundarstjórn.
1 Hverfisnefnd Oddeyrar - afsögn
2004050050
Hverfisnefnd Oddeyrar var boðuð á fundinn til að ræða um afsagnarbréf sem hún hefur sent Akureyrarbæ. Umræður urðu um hlutverk og stöðu hverfisnefnda. Hverfisnefndin kom á framfæri þeirri skoðun að hverfisnefndir þurfi að koma fyrr að málum en verið hefur og að bæjarkerfið þurfi að gefa betri svör við ályktunum þeirra.
Fundi slitið.