Stjórnsýslunefnd

6440. fundur 05. október 2005
9. fundur 2005
05.10.2005 kl. 08:10 - 10:00
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Dan Jens Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Erindisbréf starfshóps um íbúalýðræði
2005060044
Tekin voru fyrir að nýju drög að erindisbréfi starfshóps um íbúalýðræði.
Stjórnsýslunefnd felur þeim flokkum/framboðum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn að tilnefna fulltrúa í starfshópinn. Hvert framboð tilnefni 2 einstaklinga sem stjórnsýslunefnd velur úr.


2 Hverfisnefnd Oddeyrar - afsögn nefndar
2005090065
Tekið var fyrir erindi dagsett 20. september 2005 frá hverfisnefnd Oddeyrar þar sem nefndin segir af sér.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að taka erindisbréf hverfisnefnda til endurskoðunar. Jafnframt samþykkir nefndin að boða hverfisnefnd Oddeyrar til viðræðna á næsta fund stjórnsýslunefndar.


3 Starfsáætlanir fastanefnda
2005090053
Lögð var fram tillaga um að bæjarstjórn taki starfsáætlanir fastanefnda til umræðu á bæjarstjórnarfundum á tímabilinu desember til apríl í vetur. Í desember verði rætt um starfsáætlanir stjórnsýslunefndar og áfengis- og vímuvarnanefndar, í janúar um starfsáætlanir framkvæmdaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs, í febrúar um starfsáætlanir félagsmálaráðs og náttúruverndarnefndar, í mars um starfsáætlanir umhverfisráðs og skólanefndar og í apríl um starfsáætlanir menningarmálanefndar og jafnréttis- og fjölskyldunefndar.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að starfsáætlanir verði ræddar samkvæmt þessari tillögu.Fundi slitið.