Stjórnsýslunefnd

6381. fundur 14. september 2005
8. fundur 2005
14.09.2005 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Dan J. Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri, Sigríður Stefánsdóttir deildarstjóri kynningar- og markaðsmála og Valgerður H. Bjarnadóttir bæjarfulltrúi sátu fundinn undir 1. lið.
1 Rafræn stjórnsýsla hjá Akureyrarbæ
2005090032
Vinnuhópur um rafræna stjórnsýslu og upplýsingatækni, sem starfað hefur á vegum verkefnisins Brandr, hefur lokið störfum og skilað af sér tillögum um að gengið verði til viðræðna við hugbúnaðarfyrirtæki um þróun og innleiðingu á rafrænum þjónustusíðum fyrir íbúa Akureyrarbæjar sem tengjast leikskólum, byggingaleyfum og íbúalýðræði.
Stjórnsýslunefnd þakkar vinnuhópnum störfin og samþykkir að vísa málinu til hagþjónustu með ósk um mat á kostnaði við þessar aðgerðir og síðan til gerðar fjárhagsáætlunar 2006.


2 Íbúalýðræði
2005060044
Formaður kynnti drög að erindisbréfi starfshóps sem á að gera tillögur um hvernig hægt væri að efla íbúalýðræði á Akureyri.
Afgreiðslu frestað.


3 Þjónustusamningar
2004110073
Formaður kynnti framhald vinnu að þjónustusamningum. Haldinn verður fundur með forstöðumönnum þar sem reglur um þjónustusamninga verða kynnntar og kallað eftir hugmyndum um aukið svigrúm forstöðumanna innan ramma reglna um ábyrgðarmörk. Síðan verður auglýst eftir umsóknum um þjónustusamninga fyrir stofnanir þar sem umsækjendur þurfa að sýna fram á ávinning af slíkum samningum fyrir viðkomandi stofnun og bæjarkerfið.
Fundi slitið.