Stjórnsýslunefnd

6175. fundur 08. júní 2005

Akureyrarbær

Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
6. fundur 2005
08.06.2005 kl. 08:10 - 10:00
Amtsbókasafnið


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Samningsstjórnun
2004110073
Lögð voru fram drög að almennum reglum um þjónustusamninga við stofnanir Akureyrarbæjar. Í drögunum er gert ráð fyrir að bæjarstjóra verði heimilað að gera þjónustusamninga við stofnanir bæjarins sem miða að því að auka svigrúm stjórnenda og starfsmanna og færa ákvarðanir nær notendum þjónustunnar. Samið verði til nokkurra ára um föst fjárframlög til viðkomandi stofnunar. Stofnunin lúti almennri stefnumörkun bæjarstjórnar en verði undanþegin ýmsum sértækum reglum sem settar hafa verið.
Formanni og starfsmanni er falið að vinna áfram að málinu.


2 Bæjarmálasamþykkt - endurskoðun
2004050016
Stjórnsýslunefnd fjallaði um ýmsar hugmyndir og tillögur að breytingum á bæjarmálasamþykkt í ljósi reynslunnar sem komin er á nýja starfshætti bæjarstjórnar á undanförnu ári.
Nefndarmenn munu senda athugasemdir sínar til starfsmanns fyrir næsta fund.


3 Efling íbúalýðræðis
2005060044
Rætt var um möguleika á að auka áhrif bæjarbúa á stjórn bæjarins með samráði um stefnumörkun og ákvarðanir. Einnig var rætt um áherslur á störf hverfisnefnda.
Fundi slitið