Stjórnsýslunefnd

6620. fundur 23. nóvember 2005
11. fundur 2005
23.11.2005 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Dan Jens Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Íbúalýðræði
2005060044
Formaður lagði fram tillögu að erindisbréfi og skipan starfshóps sem á að gera tillögur til nefndarinnar um hvernig hægt væri að efla íbúalýðræði á Akureyri.
Stjórnsýslunefnd samþykkir erindisbréfið og skipar Ágúst Þór Árnason, Guðmund Heiðar Frímannsson og Ingibjörgu Elíasdóttur í starfshópinn.


2 Vinnureglur um stofnun hverfisnefnda
2004050050
Lögð var fram tillaga að vinnureglum um stofnun hverfisnefnda sem koma eiga í stað gildandi samþykktar um hverfisnefndir. Reglurnar gera ráð fyrir að bæjarstjórn beiti sér fyrir því að íbúar hverfanna kjósi hverfisnefndir sem eiga að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt. Hverfisnefndir bera ábyrgð gagnvart íbúunum og geta komið fram sem fulltrúar þeirra í mikilvægum málum en eru ótengdar stjórnsýslu bæjarins.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að vísa vinnureglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.


3 Síðuhverfi - umferðarmál
2005050073
Erindi dags. 21. nóvember 2005 úr viðtalstíma bæjarfulltrúa frá hverfisnefnd Síðuhverfis varðandi uppsetningu viðvörunarskilta til að draga úr hraðaakstri í hverfinu.
Stjórnsýslunefnd vísar erindinu til umhverfisráðs með tilmælum um að farið verði að óskum íbúa Síðuhverfis.


4 Starfsáætlun stjórnsýslunefndar
2005090053
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir drögum að starfsáætlun fyrir stjórnsýslunefnd og stjórnsýslusvið, einkum stefnukorti og markmiðslýsingum.
Afgreiðslu frestað.Fundi slitið.