Stjórnsýslunefnd

6039. fundur 27. apríl 2005
5. fundur 2005
27.04.2005 kl. 08:10 - 10:00
Amtsbókasafnið


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Þátttaka nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum
2004050016
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki með vísan til 21. greinar Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar, að formaður fastanefndar, sem á ekki sæti í bæjarstjórn, mæti á fund bæjarstjórnar, hafi framsögu, taki þátt í umræðum og svari fyrirspurnum þegar umræða um stefnu og starfsáætlun málaflokksins fer fram samkvæmt starfsáætlun bæjarstjórnar.
Samþykkt.


2 Endurskoðun 54. og 56. greinar bæjarmálasamþykktar
2004050016
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 19. apríl sl. að fela stjórnsýslunefnd að endurskoða 54. og 56. grein Samþykktar um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Afgreiðslu frestað.


3 Reglur um þjónustusamninga
2004110073
Lögð voru fram drög að almennum reglum um þjónustusamninga við stofnanir Akureyrarbæjar. Í drögunum er gert ráð fyrir að bæjarstjóra verði heimilað að gera þjónustusamninga við stofnanir bæjarins sem miða að því að auka svigrúm stjórnenda og starfsmanna og færa ákvarðanir nær notendum þjónustunnar. Samið verði til nokkurra ára um föst fjárframlög til stofnunarinnar. Stofnunin lúti almennri stefnumörkun bæjarstjórnar en verði undanþegin ýmsum sértækum reglum sem settar hafa verið.
Afgreiðslu frestað.Fundi slitið.