Stjórnsýslunefnd

5987. fundur 13. apríl 2005
4. fundur 2005
13.04.2005 kl. 08:10 - 10:00
Amtsbókasafnið


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Dan J. Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Amtsbókasafnið - þjónustusamningur
2004110073
Lögð var fram hugmynd að þjónustusamningi við Amtsbókasafnið. Tilgangurinn með samningnum er að bæta þjónustu og rekstur Amtsbókasafnsins með því að auka svigrúm stjórnenda þess og starfsmanna og færa ákvarðanir nær notendum þjónustunnar. Jafnframt er það markmið að hlutverk stjórnenda Akureyrarbæjar og kjörinna fulltrúa varðandi stjórn safnsins verði mjög skýr og að stjórnskipulag verði einfaldað eins og kostur er.
Áfram verður unnið að málinu.


2 Námsstyrkjasjóður - breyting á reglum
2004060079
Fræðslunefnd leggur til að á eftir 1. málsgrein 6. greinar Reglna um Námsstyrkjasjóð komi málsgreinin: "Í þeim tilvikum sem föst yfirvinna hefur verið felld inn í mánaðarlaun, skal miða námsstyrki við mánaðarlaun skv. grunnlaunaflokkaröðun án fastrar yfirvinnu".
Stjórnsýslunefnd vísar málinu aftur til fræðslunefndar til frekari skoðunar.


3 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - endurskoðun 2004-2005
2004050085
Fjallað var um þau verkefni í fjölskyldustefnu Akureyrarbæjar sem stjórnsýslusvið ber ábyrgð á. Þau eru "Starfsmenn sem fyrirmyndir", "Ráðningar og starfsmannasamtöl" og "Akureyrarbær sem fyrirmyndarvinnustaður". Starfshópur um endurskoðun stefnunnar hefur óskað eftir að verkefnin verði yfirfarin og gerðar athugasemdir ef þurfa þykir. Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnanna.
Stjórnsýslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur.Fundi slitið.