Stjórnsýslunefnd

5896. fundur 09. mars 2005
3. fundur 2005
09.03.2005 kl. 08:00 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Brit Bieltvedt
Gunnar Gíslason
Helga Hauksdóttir
Hólmkell Hreinsson
Þórgnýr Dýrfjörð
Dan J. Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Árangursstjórnunarsamningar
2004110073
Haldið var áfram umræðu um árangursstjórnunarsamninga. Á fundinn komu framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, forstöðumaður Amtsbókasafnsins, deildarstjóri menningardeildar, skólastjóri Oddeyrarskóla og deildarstjóri skóladeildar og ræddu við nefndina um tilgang með árangursstjórnunarsamningum og hvað helst þarf að gera til að skapa skilyrði og hvatningu til að bæta rekstur stofnana bæjarins.
Formaður bað fundarmenn að skrifa niður hugleiðingar sínar í framhaldi af umræðum á fundinum og senda starfsmönnum nefndarinnar til úrvinnslu.Fundi slitið.