Stjórnsýslunefnd

5644. fundur 12. janúar 2004
1. fundur 2005
12.01.2005 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Hermann Jón Tómasson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Dan Jens Brynjarsson
Gunnar Frímannsson ritaði fundargerð


1 Samþykkt fyrir fræðslunefnd 2004
2004060078
Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir fræðslunefnd sem stjórnsýslunefnd fól fræðslunefnd að gera á fundi 9. júní 2004.
Stjórnsýslunefnd samþykkti erindisbréfið.


2 Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2005
2004060015
Sviðsstjóri lagði fram tillögur að árangursmælikvörðum og aðgerðum til að ná settum markmiðum.
Í ljósi umræðna á fundinum óskar stjórnsýslunefnd eftir að stýrihópur verkefnisins taki fyrirliggjandi drög að starfsáætlun til umfjöllunar og samræmi vinnubrögð milli nefnda.


3 Samningsstjórnun
2004110073
Bæjarstjóri lagði fram tillögur að næstu aðgerðum til að útfæra samningsstjórnun hjá Akureyrarbæ.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að boða til fundar með kjörnum fulltrúum, deildarstjórum og forstöðumönnum þar sem samningsstjórnun verði kynnt og rædd.


4 Viðurkenning til framsækinna sveitarfélaga
2004030004
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur óskað eftir greinargerð um þróun og nýmæli í stjórnun Akureyrarbæjar á síðustu árum vegna viðurkenningar sem sambandið hyggst veita sveitarfélögum sem skara fram úr á þessu sviði. Lögð voru fram drög að greinargerð frá Akureyrarbæ.
Starfsmanni nefndarinnar er falið að fullvinna greinargerðina.Fundi slitið.