Stjórnsýslunefnd

5556. fundur 01. desember 2004
Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
11. fundur 2004
01.12.2004 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Dan Jens Brynjarsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Stefnumótunarvinna bæjarstjórnar á árinu 2005
2004060015
Stýrihópur um starfsáætlanagerð fastanefnda hefur lagt til að bæjarstjórn geri sér áætlun um stefnumótunarvinnu á árinu 2005. Tillagan gerir ráð fyrir að í janúar verði fjallað um félagsmál og áfengis- og vímuvarnamál, í febrúar um umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarmál, í mars um menningar-, íþrótta- og tómstundamál, í apríl um skólamál, í maí um framkvæmdamál og í júní um stjórnsýslumál og jafnréttis- og fjölskyldumál. Í september verði síðan fjallað um stefnumörkun bæjarstjórnar í heild sem og stöðu málefnasamnings meirihlutaflokkanna en niðurstöður þeirrar umræðu liggi til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. Tillagan var kynnt fyrir bæjarráði 18. nóvember sl.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að verklag við stefnumótun verði með þeim hætti sem stýrihópurinn leggur til.


2 Fjölskyldustefna Akureyrarbæjar - staða verkefna 2004
2004010059
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu þeirra mála í fjölskyldustefnunni sem eru á ábyrgð stjórnsýslusviðs.3 Álasund - stjórnsýslubreytingar
2004110073
Forseti bæjarstjórnar Álasunds, Arve Tönning, kom til Akureyrar 19. nóvember sl. og kynnti fyrir bæjarfulltrúum þær breytingar sem gerðar hafa verið nýlega á starfsháttum bæjarstjórnar og stjórnskipulagi í Álasundi. Tönning hélt sérstakan fund með stjórnsýslunefnd þennan dag þar sem nefndarmönnum gafst tækifæri til að spyrja hann ítarlega um breytingarnar.
Stjórnsýslunefnd ræddi hvort skynsamlegt væri að gera hér svipaðar breytingar og þær sem gerðar hafa verið í Álasundi, annarsvegar hvað varðar skipulag og verklag bæjarstjórnar og hinsvegar hvað varðar samningsstjórnun og fleira sem varðar framkvæmd stefnu bæjarstjórnar.
Formanni var falið að leggja fram á næsta fundi tillögur að frekari vinnu að málinu.Fundi slitið.