Stjórnsýslunefnd

5068. fundur 09. júní 2004
6. fundur 2004
09.06.2004 kl. 08:10 - 10:00
Fundarherbergi FAK/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jón Erlendsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jóhannes G. Bjarnason
Dan Jens Brynjarsson
Gunnar Frímannsson ritaði fundargerð


1 Stofnun hverfanefnda
2004050050
Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.2 Skipurit Akureyrarbæjar
2004040037
Umræðu um skipurit Akureyrarbæjar var haldið áfram frá síðasta fundi.3 Starfshópur um byggðaáætlun
2003120057
Lagðar voru fram 7 fundargerðir starfshóps Akureyrarbæjar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð.
Sérstaklega var tekin fyrir svohljóðandi bókun í 2. lið fundargerðar frá 3. maí 2004:
"Tillaga verkefnisstjórnar um byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð "Vaxtarsamningur Eyjafjarðarsvæðisins" hefur nú verið kynnt. Starfshópur Akureyrarbæjar um eftirfylgni byggðaáætlunar fagnar því að tillögurnar eru komnar fram.
Hópurinn leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að ríkisvaldið vinni úr þessum hugmyndum og setji fram byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð með skýr tölusett markmið þar sem aðgerðum verði forgangsraðað með tíma- og kostnaðaráætlunum.
Lagt er til að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar verði umsjónar- og framkvæmdaraðili vaxtarsamningsins og komi að undirbúningi og gerð hans í samstarfi við iðnaðarráðuneyti og aðra sem að málinu koma.
Starfshópurinn leggur til að Akureyrarbær lýsi sig reiðubúinn til að koma áfram að þessu verkefni og að hópnum verði falið að leggja fram nánari hugmyndir um forgangsmál og starfið á næstunni."
Stjórnsýslunefnd er sammála áliti starfshópsins og felur honum að starfa áfram a.m.k. til næstu áramóta. Hópurinn geri bæjarráði reglulega grein fyrir störfum sínum. Um áramótin verður tekin afstaða til áframhaldandi starfs m.a. með hliðsjón af stöðu vinnu við byggðaáætlun.4 Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2005
2004060015
Sviðsstjóri kynnti vinnu við gerð starfsáætlunar fyrir stjórnsýslusvið og stjórnsýslunefnd.5 Fundaáætlun stjórnsýslunefndar
2004010145
Lögð var fram áætlun um fundi nefndarinnar það sem eftir er ársins 2004.6 Fræðslunefnd - fundargerð dags. 5. maí 2004
2004040025
Fundargerðin er í 5 liðum og var lögð fram til kynningar. Rætt var um heimildir fræðslunefndar til að fullnaðarafgreiða mál á borð við styrkveitingar úr Námsstyrkjasjóði.
Stjórnsýslunefnd felur fræðslunefnd að leggja fram tillögu að nýju erindisbréfi fyrir fræðslunefnd.

Fundi slitið.