Stjórnsýslunefnd

4894. fundur 14. apríl 2004

Stjórnsýslunefnd - Fundargerð
5. fundur 2004
14.04.2004 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Dan Jens Brynjarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Halla M. Tryggvadóttir
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Starfsáætlun stjórnsýslusviðs 2004
2003090088
Farið var yfir aðgerðaáætlun í starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2004.2 Fræðsla starfsmanna - námskeiðskostnaður 2002 og 2003
2004040026
Fræðslunefnd hefur aflað upplýsinga um kostnað við sí- og endurmenntun starfsmanna á árunum 2002 og 2003. Áætlaður bókfærður kostnaður vegna námskeiða var um 25 milljónir kr. á árinu 2002 og 30 milljónir á árinu 2003 auk þess sem greitt er í endurmenntunar- og símenntunarsjóði stéttarfélaga sem var tæpar 27 milljónir á árinu 2003.
Fræðslunefnd telur að fyrirliggjandi upplýsingar um námskeiðskostnað Akureyrarbæjar renni stoðum undir þá skoðun að ráða þurfi starfsmann að starfsmannaþjónustunni til að sinna fræðslumálum starfsmanna bæjarins. Slíkur starfsmaður getur stuðlað að betri nýtingu þeirra fjármuna sem nú er varið til fræðslu starfsmanna, sparað útgjöld til aðkeyptra sérfræðinga sem fengnir hafa verið til að halda námskeið fyrir starfsmenn og stjórnendur og hann gæti stuðlað að því að starfsmannastefna bæjarstjórnar næði frekar fram að ganga. Að öðru leyti vísast til greinargerðar fræðslunefndar sem lögð var fram á fundi stjórnsýslunefndar 11. febrúar 2004.
Stjórnsýslunefnd heimilar ráðninguna frá 1. júlí að því tilskildu að framkvæmdastjórn fjármagni kostnað innan gildandi fjárhagsáætlunar ársins.


3 Skipurit Akureyrarbæjar
2004040037
Stjórnsýslunefnd fjallaði um skipurit stjórnsýslu Akureyrarbæjar fyrir svið og deildir.

Fundi slitið