Stjórnsýslunefnd

4774. fundur 10. mars 2004

4. fundur 2004

10.03.2004 kl. 08:10 - 10:00

Fundarherbergi Umhverfisdeild/Akureyri

 

 

Nefndarmenn:

Starfsmenn:

 

Kristján Þór Júlíusson formaður

Gerður Jónsdóttir

Jakob Björnsson

Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir

Valgerður H. Bjarnadóttir

 

Dan Jens Brynjarsson

Jón Birgir Guðmundsson

Inga Þöll Þórgnýsdóttir

Gunnar Frímannsson fundarritari

 

1 Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Akureyrarbæjar

2004010087

Lagðar voru fram að nýju tillögur að reglum sem samdar eru með hliðsjón af nýrri Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

 

2 Stjórnsýslusvið - starfs- og fjárhagsáætlun 2004

2003110044

Sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2004.

Stjórnsýslunefnd vísar starfsáætluninni til bæjarráðs.

 

3 Stefnumiðað árangursmat fyrir bæjarstjórn Akureyrar og Akureyrarbæ

2003070065

Stjórnsýslunefnd samþykkti 11. júní 2003 að fela hagdeild að leiða vinnu við stefnumiðað árangursmat 2003 og leita aðstoðar ráðgjafa. Bjarni Jónasson frá IMG/Deloitte kom á fundinn og kynnti tillögur að stefnukorti og skilgreiningum.

Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að stefnukortið verði notað við vinnu nefnda, sviða og deilda við gerð starfsáætlana fyrir árið 2005.

 

 

Fundi slitið.