Stjórnsýslunefnd

4674. fundur 11. febrúar 2004

3. fundur 2004
11.02.2004 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson, formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Dan Jens Brynjarsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson, fundarritari

1 Erindisbréf nefnda endurskoðuð
2004010072
Teknar voru fyrir tillögur að nýjum erindisbréfum fyrir bæjarráð, stjórnsýslunefnd, jafnréttis- og fjölskyldunefnd, framkvæmdaráð, umhverfisráð, náttúruverndarnefnd, félagsmálaráð, íþrótta- og tómstundaráð, menningarmálanefnd, skólanefnd og áfengis- og vímuvarnanefnd.
Stjórnsýslunefnd leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfin verði samþykkt.


2 Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti kjörinna fulltrúa, nefndarmanna og stjórnenda í stjórnsýslu Akureyrarbæjar
2004010087
Lagðar voru fram tillögur að reglum sem samdar eru með hliðsjón af nýrri Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Afgreiðslu frestað.


3 Framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar
2003110045
Bæjarstjóri greindi frá áformum sínum um skipan framkvæmdastjórnar Akureyrarbæjar til eins árs. Gert er ráð fyrir að ný framkvæmdastjórn taki til starfa samhliða breyttu verklagi bæjarstjórnar.4 Meðferð símenntunarmála hjá Akureyrarbæ
2004010155
Fræðslunefnd hefur á fundi sínum 27. janúar 2004 gert eftirfarandi samþykkt um meðferð símenntunarmála hjá Akureyrarbæ:
"Fræðslunefnd leggur til að ráðinn verði starfsmaður að starfsmannaþjónustu til að hafa yfirumsjón með símenntun starfsmanna, ráðgjöf við gerð símenntunaráætlana og til að vinna að innleiðingu starfsmannakerfis."
Stjórnsýslunefnd óskar eftir því að fræðslunefnd taki saman greinargerð um kostnað við sí- og endurmenntun og geri tillögur um hvernig kostnaði verði mætt innan núverandi fjárhagsramma.


5 Stefnumiðað árangursmat fyrir bæjarstjórn Akureyrar og Akureyrarbæ
2003070065
Jón Birgir Guðmundsson kynnti tillögur að stefnumiðuðu árangursmati fyrir bæjarstjórn Akureyrar og Akureyrarbæ.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið.