Stjórnsýslunefnd

4501. fundur 26. nóvember 2003

19. fundur 2003
26.11.2003 kl. 08:10 - 09:45
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson, formaður
Guðný Jóhannesdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Gunnar Frímannsson ritaði fundargerð
Jón Bragi Gunnarsson

1 Fjárhagsáætlun 2004 - stjórnsýslusvið
2003060094
Hagsýslustjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir stjórnsýslusvið árið 2004.
Stjórnsýslunefnd ræddi hugsanlegar breytingar á áætluninni. Bæjarstjóri mun senda nefndarmönnum tillögur sínar að breytingum.


2 Auglýsing um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs
2003110089
Bæjarstjóri lagði fram drög að auglýsingu um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að auglýsa starfið á grundvelli framlagðra draga. Ráðningartími skal vera 5 ár eins og gildir um aðrar sviðsstjórastöður hjá Akureyrarbæ.


3 Erindisbréf fyrir nefndir - endursamin
2003080052
Rætt var um stefnumarkandi mál varðandi erindisbréf nefnda og ráða.
Stjórnsýslunefnd hvetur nefndir og ráð til að ljúka vinnu við drög að erindisbréfum svo að hún geti hafist handa við samræmingu þeirra.

Fundi slitið.