Stjórnsýslunefnd

4451. fundur 12. nóvember 2003

18. fundur 2003
12.11.2003 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson, formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Valgerður H. Bjarnadóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Dagný Harðardóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson, fundarritari

1 Stjórnsýslusvið - starfs- og fjárhagsáætlun 2004
2003110044
Dagný M. Harðardóttir deildarstjóri skrifstofu Ráðhúss kom á fundinn og gerði grein fyrir starfsáætlun fyrir stjórnsýslusvið árið 2004.
Stjórnsýslunefnd staðfestir starfsáætlun sviðsins og vísar fjárhagsáætlun til bæjarráðs.


2 Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2004
2003090088
Lögð voru fram að nýju drög að starfsáætlun stjórnsýslunefndar fyrir árið 2004.
Stjórnsýslunefnd staðfestir starfsáætlun nefndarinnar.


3 Framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar
2003110045
Bæjarstjóri lagði fram tillögur að breytingum á framkvæmdastjórn Akureyrarbæjar og að auglýst verði starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Afgreiðslu frestað.


4 Opnir fundir
2003100033
Í framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri er gert ráð fyrir að athugað verði með opna fundi hjá nefndum bæjarins í því skyni að auka möguleika fólks á að fylgjast með málum, þ.e. að auka íbúalýðræði. Náttúruverndarnefnd óskar eftir því við stjórnsýslunefnd að fram fari athugun á því hvort opna beri að einhverju leyti fundi hjá nefndum bæjarins og niðurstaða athugunarinnar verði notuð við gerð nýrra erindisbréfa fyrir nefndir og ráð bæjarins.
Stjórnsýslunefnd bendir á að í 51. grein nýsamþykktrar Samþykktar um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar er skýrt tekið fram að nefndafundir skuli haldnir fyrir luktum dyrum. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta því vinnulagi en hvetur hins vegar nefndir eða ráð til að gangast fyrir opnum fundum um tiltekin mál eins og oft hefur verið gert á liðnum árum.

Fundi slitið.