Stjórnsýslunefnd

4427. fundur 29. október 2003

17. fundur
29.10.2003 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri

Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson, formaður
Gerður Jónsdóttir
Jakob Björnsson
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jón Bragi Gunnarsson
Halla M. Tryggvadóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Dagný Harðardóttir
Dan Jens Brynjarsson
Jón Birgir Guðmundsson, fundarritari

1 Starfsáætlun stjórnsýslunefndar 2004
2003090088
Á fundinn komu deildarstjórar á stjórnsýslusviði og gerðu grein fyrir helstu markmiðum og verkefnum deildanna.
Deildarstjóra skrifstofu Ráðhúss falið að hafa yfirumsjón með starfsáætlun stjórnsýslusviðs.


2 Erindisbréf fyrir stjórnsýslunefnd
2003080052
Tekin voru til umræðu drög að erindisbréfi fyrir stjórnsýslunefnd sem samþykkt voru sem fyrirmynd að erindisbréfum nefnda og ráða Akureyrarbæjar á fundi nefndarinnar 27. ágúst 2003.
Afgreiðslu frestað. Bæjarstjóri mun leggja fram nýtt erindisbréf fyrir stjórnsýslunefnd á næsta fundi, sem tekur mið af þeim hugmyndum að breytingum sem fram komu á fundinum.

Fundi slitið.