Stjórnsýslunefnd

4154. fundur 16. júlí 2003
13. fundur 2003
16.07.2003 kl. 08:00 - 09:15
Fundarsalur á 1. hæð í RáðhúsiNefndarmenn: Starfsmenn:
Jakob Björnsson, varaformaður
Þóra Ákadóttir
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson, fundarritari1 Staða jafnréttisráðgjafa Akureyrarbæjar
2002120010
Tekin var fyrir tillaga Valgerðar H. Bjarnadóttur og Oktavíu Jóhannesdóttur sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. apríl að vísa til stjórnsýslunefndar. Jafnframt var lagt fram minnisblað frá vinnuhópi meirihlutaflokkanna um stöðu og verkefni jafnréttisráðgjafa Akureyrarbæjar. Þar er lagt til að staðan verði stjórnandastaða á stjórnsýslusviði og heyri beint undir sviðsstjóra/bæjarstjóra.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að auglýsa stöðu jafnréttisráðgjafa 10. ágúst nk. á grundvelli minnisblaðsins með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Fundi slitið.