Stjórnsýslunefnd

3958. fundur 07. maí 2003

8. fundur 2003
07.05.2003 kl. 08:00 - 10:15
Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn:Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jakob Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Valgerður H. Bjarnadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Staða jafnréttisfulltrúa
2002120010
Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu á bæjarstjórnarfundi 15. apríl sl.: "Flutningur jafnréttis- og fjölskyldumála og þess starfsmanns sem þeim sinnir, yfir á félagssvið er í andstöðu við þróun í átt að samþættingu jafnréttis- og kynjasjónarmiða í allt starf sveitarfélagsins. Við leggjum því til að 100% staða jafnréttisráðgjafa verði staðsett beint undir bæjarstjóra við hlið bæjarlögmanns eins og staðan var upphaflega á árunum 1991-1998". Bæjarstjórn vísaði tillögunni til stjórnsýslunefndar.
Afgreiðslu frestað.


2 Stöður deildarstjóra á stjórnsýslusviði
2002120010
Stöður deildarstjóra samkvæmt skipuriti nýs stjórnsýslusviðs voru auglýstar til umsóknar meðal starfsmanna Akureyrarbæjar 16. apríl sl. með umsóknarfresti til 30. apríl sl. Bæjarstjóri leggur til að deildarstjórar verði ráðnir sem hér segir:
Deildarstjóri fjármálaþjónustu: Dan Jens Brynjarsson.
Deildarstjóri hagþjónustu: Jón Bragi Gunnarsson.
Deildarstjóri atvinnu- og kynningarmála: Sigríður Stefánsdóttir.
Deildarstjóri starfsmannaþjónustu: Halla Margrét Tryggvadóttir.
Skrifstofustjóri ráðhúss: Dagný Magnea Harðardóttir.

Stjórnsýslunefnd samþykkir tillögur bæjarstjóra.

Jakob Björnsson vék af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.

3 Breytingar á Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar
2002120010
Unnið var áfram að tillögum að breytingum.

Fundi slitið.