Stjórnsýslunefnd

4248. fundur 27. ágúst 2003

14. fundur 2003
27.08.2003 kl. 08:07 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi

Nefndarmenn:Starfsmenn:
Jakob Björnsson, varaformaður
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Þóra Ákadóttir
Jón Birgir Guðmundsson
Inga Þöll Þórgnýsdóttir
Gunnar Frímannsson, fundarritari

1 Greinargerð um breytingar á bæjarmálasamþykkt
2003070066
Starfsmenn stjórnsýslunefndar greindu frá vinnu við greinargerð með breytingum á "Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar" og viðræðum við félagsmálaráðuneytið um þær breytingar.
Stjórnsýslunefnd samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktinni og greinargerð með henni.


2 Erindisbréf fyrir nefndir - endursamin
2003080052
Lögð voru fram drög að nýju erindisbréfi fyrir stjórnsýslunefnd sem hugsuð eru sem fyrirmynd að erindisbréfum annarra nefnda.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að fela starfsmönnum að vinna með öðrum nefndum að endurskoðun erindisbréfa þeirra á grundvelli þessara draga.

Fundi slitið.