Stjórnsýslunefnd

3895. fundur 09. apríl 2003

6. fundur
09.04.2003 kl. 08:10 - 10:00
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn: Starfsmenn:
Kristján Þór Júlíusson formaður
Jakob Björnsson
Gerður Jónsdóttir
Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
Jón Erlendsson
Jón Birgir Guðmundsson
Halla M. Tryggvadóttir sat fundinn undir 1. lið
Inga Þöll Þórgnýsdóttir sat fundinn undir 2. lið
Gunnar Frímannsson fundarritari


1 Sameining fjármálasviðs og þjónustusviðs
2002120010
Lögð var fram tillaga að sameiningu fjármálasviðs og þjónustusviðs.
Stjórnsýslunefnd felur bæjarstjóra að vinna að sameiningu sviðanna samkvæmt tillögunni og umræðum á fundinum.


2 Breytingar á Samþykkt um stjórn Akureyrarbæjar
2002120010
Lögð var fram tillaga um breytingar á 54. grein Samþykktar um stjórn Akureyrarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar varðandi fullnaðarafgreiðslu nefnda, embættismanna og bæjarstjórnar svo og endurupptöku mála.
Stjórnsýslunefnd samþykkir að fela starfsmönnum nefndarinnar að gera tillögur að heildarendurskoðun á bæjarmálasamþykktinni sem taki mið af framlögðum tillögum. Jafnframt verði hafin endurskoðun á erindisbréfum kjörinna nefnda skv. 57. grein samþykktarinnar.

Fundi slitið